13. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 19.09.08 kl.16 Að Austurvegi 56 SelfossiMætt; Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson. Ragnhildur Sveinbjörnsdóttir starfsmaður átaksverkefnis sat einnig fundinn.
Forföll boðuðu Ágúst Sigurðsson og Elín Björg Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir
1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og undirrituð af viðstöddum.
2. Kynningarmál
A.Steingerður gerði grein fyrir fundi sem hún átti ásamt Ágústi og Örlygi með menntamálaráðherra. Fundurinn þótti góður og upplýsandi en ljóst að fjárveiting af hálfu ráðuneytis er ekki föst í hendi.
B. Samþykkt að senda formlega umsókn á þar til gerðum eyðublöðum til fjárlaganefndar. Erindi frá Háskólafélaginu hafði verið afhent nefndinni á sameiginlegum fundi stjórnar Háskólafélagsins og fjárlaganefndar þann 09.06.sl.
C. Steingerður og Helga fóru á ársfund Vaxtarsamnings Suðurlands. Þar kynntu þær starf stjórnar Háskólafélagsins fram að þessu.
D. Óskað hefur verið eftir fundi með þingmönnum Suðurlands þegar þeir verða á ferð um fjórðunginn á kjördæmadögum. Svar hefur ekki borist og tímasetning liggur ekki fyrir.
E. Samþykkt að óska eftir viðtali við Iðnaðarráðherra.
F. Samþykkt að stefna að því að Háskólafélagið standi ásamt Atvinnuþróunarfélagi, Vaxtarsamningi og SASS að ráðstefnu í byrjun næsta árs um stöðu, kosti og horfur á Suðurlandi.
G. Ragnhildur gerði grein fyrir stöðu í átaksverkefni. Átaksverkefnisstjórn fundaði þann 17.09. s.l. Þar voru lagðar þær línur að leggja skuli áherslu á þjóðháttasetur, eldfjallasetur og rannsóknarsetur um lífræna orkugjafa. Á vegum átaksverkefnis er verið að vinna að umsókn til vaxtarsamnings.
3. Húsnæðismál.
Steingerður og Sveinn hafa hitt fulltrúa sveitarfélagsins Árborgar og rætt verklag við úttekt á mögulegri sameiginlegri uppbyggingu á aðstöðu fyrir hin ýmsu menningar- mennta- og fræðasetur í miðbæ Selfoss. Rætt að einnig verði gert ráð fyrir aðkomu atvinnulífsins í þann kjarna.
4. Starfsmaður
Samþykkt að Steingerður útbúi drög að auglýsingu þar sem auglýst er eftir framkvæmdastjóra. Dögin verði lögð fyrir stjórnarmenn.
5. Önnur mál
Rætt um möguleika á að flýta því að bryddað verði upp á nýjungum í fjórðungnum í kennslu á háskólastigi í samvinnu við HÍ og FSu.
Samþykkt að stefna að næsta fundi að Sólheimum í Grímsnesi þann 2. október kl. 13
Fundi slitið kl. 18:40