Fundargerðir

14. Fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf.

Mætt; Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson.

 

 

Forföll boðaði Elín Björg Jónsdóttir.

 

Fundargerð ritaðiHelga Þorbergsdóttir

 

 

 

1. Gísli B Björnsson teiknari mætti til fundar og kynnti hugmyndir að merki fyrir Háskólafélagið. Hann hefur unnið drög á grundvelli þeirrar hugmyndafræði sem félagið byggir starf sitt á. Stjórnin felur Gísla að vinna nokkrar hugmyndir frekar og senda stjórnarmönnum þær tillögur í tölvupósti

 

 

2 Fundargerð síðasta fundar lögð fram samþykkt og undirrituð.

 

 

3. Steingerður gerði grein fyrir stöðu fjármála.

 

 

4. Umsókn frá átaksverkefni á austasta hluta starfssvæðis Háskólafélagsins til Vaxtarsamnings Suðurlands og Vestmannaeyja hlaut jákvæða afgreiðslu og fékk verkefnið úthlutað styrk að upphæð 4,2 milljónum króna. Stjórnarmenn lýstu ánægju með þessa afgreiðslu og þökkuðu Steingerði vinnu við umsóknina.

 

 

5. Samþykkt að stefna á að halda kynningarfund fyrir fjölmiðla um starf Háskólafélagsins á næstunni að Skógum.

 

 

6. Steingerður og Sveinn gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem farin er af stað í áformum um uppbyggingu þekkingarseturs á Selfossi. Í máli þeirra kom fram að mikill áhugi er á verkefninu hjá öllum sem að viðfangsefninu hafa komið. Ætlunin er að kynna verkefnið á blaðamannfundi þann 6.11. n.k.

 

 

7. Auglýst hefur verið eftir framkvæmdastjóra félagsins, umsóknarfrestur er til 31.10.2008

 

 

8. Önnur mál

 

A. Borist hefur erindi frá Fræðsluneti Suðurlands vegna tækjakosts við fjarkennslu. Búnaður er orðinn lélegur og brýnt að hann verði endurnýjaður sem fyrst. Steingerði og Örlygi falið að ræða við Ásmund S Pálsson framkvæmdastjóra Fræðslunetsins með það að markmiði að leysa málið á viðunandi hátt.

 

B. Stjórnin mun hitta þingmenn kjördæmisins miðvikudaginn 22. okt. n.k. í Tryggvaskála á Selfossi. Starfið verður kynnt þingmönnum og þeim gerð grein fyrir beiðni um nauðsynleg fjárframlög úr ríkissjóði til uppbyggingar á starfsemi í fjórðungnum.

 

C. Áformað er að stjórn taki vinnudag í málefnum félagsins um mánaðamótin nóvember/desember.

 

 

Næsti stjórnarfundur ákveðinn í framhaldi af kynningarfundi fyrir fjölmiðla að Skógum þann 29. október.

 

 

Fundi slitið kl. 19