- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 17.11.08 að Heklusetrinu Rangárþingi
.
Mætt; Ágúst Sigurðsson, Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson.
Forföll boðaði Elín Björg Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð
- Samþykkt að kynna þurfi starf Háskólafélagsins fyrir sveitarstjórnum á starfssvæði félagsins.
- Greinargerð og rekstraráætlun til fimm ára, unnin af Ingibjörgu Þórhallsdóttur. Stjórn fór yfir nefnt plagg lið fyrir lið og skerpti á áherslum.
- Ráðning framkvæmdastjóra.
Hagvangur hefur tekið viðtöl við þá þrjá umsækjendur sem uppfylltu þær menntunar kröfur sem settar voru í auglýsingu. Stjórn Háskólafélagsins hefur farið yfir mat Hagvangs og samþykkir að leita eftir samvinnu við Sigurð Sigursveinsson, sem hæst skoraði við mat ráðningarskrifstofu