18. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 27. mars 2009 að Austurvegi 56, Selfossi
Mætt; Ágúst Sigurðsson, Rögnvaldur Ólafsson, Elín Björg Jónsdóttir, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Þorvaldur Guðmundsson kom inn sem varamaður Örlygs Karlssonar. Einnig var mættur Sigurður Sigursveinsson tilvonandi framkvæmdastjóri félagsins.
Forföll boðaði Helga Þorbergsdóttir og Örlygur Karlsson.
Formaður bauð Sigurð Sigursveinsson velkominn til starfa og setti fund.
1. Fjármál félagsins
a. Lögð voru fram drög að ársreikningi. Formanni falið að fara yfir þau með endurskoðenda.
b. Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneyti þar sem tilkynnt er um greiðslutilhögun á 12 milljón króna framlagi af fjárlögum.
2. Húsnæðismál
a. Stefnt er að því að opna Glaðheima formlega þann 22. apríl í tengslum við ársfund félagsins. Á sama tíma verður skrifað undir samning um leigu við sveitarfélagið Árborg.
3. Nýr starfsmaður félagsins Sigurður Sigursveinsson var boðinn velkominn til starfa. Hann hefur formlega störf þann 1. apríl og eitt af hans fyrstu störfum er að vera fundarstjóri á ráðstefnu Háskólafélagsins og Landgræðslunnar í Gunnarsholti þann 3. apríl.
Önnur aðkallandi störf Sigurðar verður að undirbúa ársfund félagsins og opnun Glaðheima ásamt rekstraráætlun næstu ára.
4. Styrkbeiðni
Háskólafélaginu barst styrkbeiðni fyrir kostnaði vegna ráðstefnu í maí. Stjórn hafnaði beiðni um styrk en hefur áhuga á að taka þátt í ráðstefnunni að öðru leiti hugsanlega með því að taka þátt í auglýsingarkostnaði.
5. Átaksverkefni
Átaksverkefnið Net þekkingar frá Markaðsfljóti að Skeiðarárssandi er í góðum farvegi og er nú farið að síga á síðari hluta verkefnisins. Stjórn samþykkti að mikilvægt sé að fara að huga að og undirbúa næsta átaksverkefni.