Fundargerðir

20. fundur

 1. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 10. júní 2009 kl. 10 í Glaðheimum á Selfossi.
 2. Fundargerð samþykkt og undirrituð.
 3. Framkv.stj. mun ljúka við drög um stefnumótun og senda á stjórn.
 4. Samningur við ráðuneyti um framlög næstu ára.Ófrágenginn en er í vinnslu. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram í málinu og hafa samband við aðila í stjórnsýslunni og á þingi.
 5. Vinna framkvæmdastjóra apríl-maí.Vinna við undirbúning iðnfræðináms.  Kynningarfundur vegna þessa verður haldinn 15. júní nk.  Verið að skoða annað nám og aðkomu/aðstoð félagsins þar.
 6. Stofnkostnaður.
 7. Ákveðið að festa kaup á fjarkennslubúnaði á Klaustri, í Vík, á Hvolsvelli og á Selfossi.
 8. Ákveðið að fela framkvæmdastjóra að vinna að uppbyggingaráætlun í fjarkennslubúnaði varðandi fleiri staði/fræðasetur á Suðurlandi, í samvinnu við heimamenn.
 9. Ákveðið að fela framkvæmdastjóra að útvega fleiri húsgögn í sumar þegar aðstæður bjóða.
 10. Merking aðseturs ákveðin og framkvæmdastjóra falið að ganga frá vinnslu hjá fagaðila.
 11. Ragnhildur skýrði frá vinnu við átaksverkefni Net þekkingar. Komnar út tvær skýrslurum þjóðháttasetur og jarðfræðigarð.  Sótt hefur verið um styrk til orkusjóðs vegna lífræns eldsneytis.

Hádegisverðarhlé 12-13

 

 1. Næstu átaksverkefni. Stefnt að hugmyndafundi með fulltrúum og hugmyndafólki úr uppsveitum Árnessýslu þ.e. Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Hrunamannahreppi um miðjan ágúst nk.Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við lykilaðila úr þessum sveitarfélögum.
 2. Klasasamstarfið. Efna til fundar í haust um klasasamstarf með áherslu á lýðheilsu.Fá aðila frá 5 þekkingarþyrpingum á Suðurlandi að viðbættum Sólheimum og Skálholti.  Hugsanlega í tengslum við Menntaþing HfSu sbr. 10. lið.
 3. Menntaþing – vígsla Glaðheima 25. sept. Menntaþing frá ca 13-16 og vígla í framhaldinu (eftir kl. 16).
 4. Önnur mál.Engin önnur mál á dagskrá.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13.42