- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 10. júní 2009 kl. 10 í Glaðheimum á Selfossi.
- Fundargerð samþykkt og undirrituð.
- Framkv.stj. mun ljúka við drög um stefnumótun og senda á stjórn.
- Samningur við ráðuneyti um framlög næstu ára.Ófrágenginn en er í vinnslu. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram í málinu og hafa samband við aðila í stjórnsýslunni og á þingi.
- Vinna framkvæmdastjóra apríl-maí.Vinna við undirbúning iðnfræðináms. Kynningarfundur vegna þessa verður haldinn 15. júní nk. Verið að skoða annað nám og aðkomu/aðstoð félagsins þar.
- Stofnkostnaður.
- Ákveðið að festa kaup á fjarkennslubúnaði á Klaustri, í Vík, á Hvolsvelli og á Selfossi.
- Ákveðið að fela framkvæmdastjóra að vinna að uppbyggingaráætlun í fjarkennslubúnaði varðandi fleiri staði/fræðasetur á Suðurlandi, í samvinnu við heimamenn.
- Ákveðið að fela framkvæmdastjóra að útvega fleiri húsgögn í sumar þegar aðstæður bjóða.
- Merking aðseturs ákveðin og framkvæmdastjóra falið að ganga frá vinnslu hjá fagaðila.
- Ragnhildur skýrði frá vinnu við átaksverkefni Net þekkingar. Komnar út tvær skýrslurum þjóðháttasetur og jarðfræðigarð. Sótt hefur verið um styrk til orkusjóðs vegna lífræns eldsneytis.
Hádegisverðarhlé 12-13
- Næstu átaksverkefni. Stefnt að hugmyndafundi með fulltrúum og hugmyndafólki úr uppsveitum Árnessýslu þ.e. Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Hrunamannahreppi um miðjan ágúst nk.Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við lykilaðila úr þessum sveitarfélögum.
- Klasasamstarfið. Efna til fundar í haust um klasasamstarf með áherslu á lýðheilsu.Fá aðila frá 5 þekkingarþyrpingum á Suðurlandi að viðbættum Sólheimum og Skálholti. Hugsanlega í tengslum við Menntaþing HfSu sbr. 10. lið.
- Menntaþing – vígsla Glaðheima 25. sept. Menntaþing frá ca 13-16 og vígla í framhaldinu (eftir kl. 16).
- Önnur mál.Engin önnur mál á dagskrá.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13.42