21. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 25. september 2009 kl. 12 í Glaðheimum á Selfossi.
Mætt: Ágúst, Elín Björg, Rögnvaldur, Steingerður (formaður), Sveinn (fundarritari í forföllum ritara) og Örlygur. Ennfremur sat Sigurður framkvæmdastjóri fundinn. Boðuð forföll: Helga. 1. Fundargerð 20. fundar borin upp og samþykkt með undirritun. 2. Málefni Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Ályktun um málefni Rannsóknarmiðstöðvarinnar samþykkt. Framkvæmdastjóra falið að senda ályktunina á þingmenn Suðurkjördæmis og ráðherra menntamála, iðnaðar, byggðamála og fjármála ásamt til sveitarstjórnarmanna og SASS. 3. Átaksverkefnið Net þekkingar frá Markarfljóti að Skeiðarársandi.
Sigurður, Steingerður og Rögnvaldur fóru yfir stöðu verkefnisins.
– GeoPark: Samþykkt að vinna að vefsvæði um GeoPark (með tenglum) undir síðu HfSu og þar greint frá framgangi málsins, eftir því sem verkefninu vindur fram. Rögnvaldur og Steingerður skipuð í nefnd með fulltrúum sveitarfélaga sem vinnur áfram að framgangi málsins.
– Þjóðháttasetur að Skógum: Unnið að stofnun fræðaseturs, áfram unnið með Sverri í Skógum að framgangi málsins og öðrum aðilum eins og þörf krefur.
– Kornrækt: Repjuverkefni lokið í bili en áfram er unnið að tilraunarækt af hálfu heimamanna og LbhÍ eftir atvikum.
– Samþykkt að framlengja ráðningu verkefnisstjóra nokkra mánuði í viðbót.
4. Fyrirhugað átaksverkefni í uppsveitum Árnessýslu. Steingerði og Sveini falið að vinna að framgangi málsins.
5. Stefnumótunarskjal HfSu. Frestað til næstu funda.
6. Önnur mál.
– Aðgangsstýringarkerfi að Glaðheimum. Framkvæmdastjóri kynnti lausn og drög að samningi við verktaka. Samþykkt. Framkvæmdastjóra falið að ljúka málinu.
– Samþykkt að styrkja Vísinda- og rannsóknarverðlaun Fræðslunets Suðurlands ses. um 200.000 kr. Samþykkt að vinna að aukinni virkri þátttöku Háskólafélagsins í Vísinda- og rannsóknarsjóði Fræðslunets Suðurlands ses. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13.30.