22. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 10. desember 2009 kl. 16 í Glaðheimum á Selfossi.
Mætt: Ágúst, Elín Björg, Rögnvaldur, Steingerður (formaður), Sveinn (fundarritari í forföllum ritara) og Örlygur. Ennfremur sat Sigurður framkvæmdastjóri fundinn. Þá sat Ragnhildur Sveinbjarnardóttir fundinn undir lið 2. Boðuð forföll: Helga.
1. Fundargerð 21. fundar borin upp og samþykkt með undirritun.
2. Átaksverkefnið Net þekkingar.
· Geopark verkefnið mun halda áfram og eru Steingerður og Rögnvaldur fulltrúar félagsins í verkefninu ásamt sveitarstjórnarmönnum og ferðaþjónustuaðilum í Mýrdalshreppi, Skaftárhreppi og Rangárþingi eystra, 2 fulltrúar frá hverju sveitarfélagi. Fjármunir til verkefnisins eru uppurnir en sveitarfélögin vilja halda verkinu áfram og verður það gert. Ánægja er með verkefnið og er stefnt að framkvæmdum þannig að unnt sé að senda umsókn um aðild að Geopark í náinni framtíð.
· Verið er að vinna að stefnumótun vegna fræðaseturs á Skógum og Kirkjubæjarstofu. Nefndin heldur áfram vinnu sinni. Verið er að vinna að fjármögnun starfsmanns í hálft ár.
· Áfram er unnið að tilraunavinnu vegna lífræns eldsneytis og jafnframt að frekari vinnslu olíu úr repju til manneldis. 3. Heimsóknir framkvæmdastjóra í fræðslusetur
Sigurður gerði grein fyrir heimsóknum sínum til Háskólans á Akureyri, Þekkingarnets Austurlands, og Háskólaseturs Vestfjarða og lagði fram sérstaka greinargerð um heimsóknirnar. Fyrirhugað er að kalla sunnlenska nemendur í HA (og fleiri háskólum sem taka sunnlenska fjarnemendur) á fund og bjóða aðstoð félagsins sem getur verið margvísleg án þess að fylgi umtalsverður útlagður kostnaður. Rafrænt aðgangskerfi Glaðheima er komið í gagnið.
4. Fundaáætlun stjórnar Samþykkt að stefna að eftirfarandi fundum:
29. jan. kl. 15. Stjórnarfundur.
16. mar. Hálfur til heill dagur, heimsókn á Vesturland og stjórnarfundur.
14. maí. Aðalfundur og stjórnarfundur
5. Átaksverkefni í uppsveitum Árnessýslu.
Félagið á aðild að þremur klasaverkefnum sem með ýmsu móti geta verið grunnur að nýjum átaksverkefnum. Verkefnin eru við það að fara af stað og verður skýrt frá framgangi þeirra á næstu fundum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 18.