Fundargerðir

24. fundur

  1. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 18. mars 2010 á Hótel Flúðum.

 

 

Mætt; Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri, Helga Þorbergsdóttir,  Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson.

Forföll boðuðu Elín Björg Jónsdóttir og Ágúst Sigurðsson

Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.

  1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
  2. Þekkingarsetur Suðurlands. Sigurður gerði grein fyrir stöðu mála og næstu skrefum til að ná samningi við ríkisvaldið svo tryggja megi grundvöll að starfsemi HfSu. Móta þarf sóknaráætlun. Háskólafélagið leggur sem fyrr höfuðáherslu á menntaþáttinn og að vera menntamiðstöð í héraði. Sigurði og Steingerði falið að gera drög að skýrslu um verkefni og störf háskólafélagsins fram að þessu, áætlun um næstu skref og framtíðarsýn. Á þeim grundvelli þarf að ná samningi við ráðuneyti Iðnaðar og Menntamála.
  3. Stefnt er að aðalfundi um miðjan maí.
  4. Önnur mál. Sigurður reifaði lauslega málefni sem rekið hefur á fjörur Háskólafélagsins með óformlegum hætti.

Fleira ekki gert og fundi slitið.