Fundargerðir

3. fundur

3. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 15.02. 2008 kl. 16.00 í húsnæði Kennaraháskóla Íslands að Laugarvatni.

Mætt: Elín Björg Jónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson

Forföll: Ágúst Sigurðsson

Stjórnarmenn voru við undirritun samnings um stofnun Rannsóknarstofu í íþrótta og heilsufræðum að Laugarvatni áður en fundur hófst.

1. Erlingur Jóhannsson forstöðumaður gerði grein fyrir starfsemi Rannsóknarstofunnar og þeim rannsóknum sem eru fyrirhugaðar og í gangi. Í máli hans kom fram að mikill kraftur og hugur er í forsvarsmönnum KHÍ að Laugarvatni. Allnokkrar umræður urðu um fræðasetrið, þ.á.m. um möguleika á frekari tengingum þess við fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi.

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.

3. Fjármál, formaður gerði grein fyrir því að Háskólafélagið ætti reikning í Glitni með innistæðu að upphæð kr. sextíu og fimm milljónir eitthundrað og fimmtíu þúsund sem er stofnfé félagsins. Vextir á reikningnum eru 14%

4. Rætt um næstu skref í vinnu stjórnar. Samþykkt að stefna að og vinna að undirbúningi rannsóknaklasa sem myndi meðal annars halda sameiginlega ráðstefnu rannsóknarstofnana og fyrirtækja í fjórðungnum. Steingerði falið að hefja undirbúning að umsókn að styrk til stjórnar Vaxtarsamnings Suðurlands og Vestmannaeyja.

Kortleggja þarf aðstöðu og fjölda nemenda starfsmiðstöðva á Suðurlandi. Sveinn tekur það að sér og mun hafa samband við forstöðumann fræðslunetsins um þau mál.

Samþykkt að fela Sveini að afla aukins hlutafjár í Háskólafélagið þannig að það verði allt að 129 milljónum króna, formaður mun gera drög að samningi við Svein um þá vinnu og senda stjórnarmönnum.

Í framhaldi af komu forstöðumanns Fræðslunets Suðurlands á síðasta fund nefndarinnar er Steingerði, Rögnvaldi og Örlygi falið að ræða við fulltrúa úr stjórn fræðslunetsins um mögulegan grundvöll samstarfs Fræðslunetsins og Háskólafélagsins.

Nokkrar umræður urðu um húsnæðismál og ljóst er að á þessu stigi liggja þarfir Háskólafélagsins ekki fyrir.

5. Eins og fram kom á síðasta fundi stjórnar hafa forsvarsmenn Keilis, Atlantic Center of Excellence, boðið stjórnarmönnum í heimsókn til kynningar. Stefnt er að þiggja það heimboð mánudaginn 3. mars n.k. kl 11.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50