Fréttir

Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands

Mánudaginn 25. apríl sl hélt Háskólafélag Suðurlands sinn árlega aðalfund. Fundurinn var haldin bæði í fjar- og stað þar sem fulltrúar um 84% eigenda mættu, þó flestir nýttu sér fjarfundar fyrirkomulagið. Venju samkvæmt var farið yfir skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra, ársreikningur rýndur og samþykktur auk annarra venjubundinna dagskrárliða.

Fimm núverandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, þ.e. þau Sveinn Aðalsteinsson, Helga Þorbergsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Sigurður H. Markússon, Olga Lísa Garðarsdóttir. Kristín Hermannsdóttir sem hefur verið í stjórn síðan 2014 og Rögnvaldur Ólafsson sem hefur verið stjórnarmaður frá upphafi, höfðu ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram vegna breyttra aðstæðna og voru þeim færar innilegustu þakkir fyrir sín góðu störf í þágu félagsins. Stjórnin lagði í framhaldi til að í þeirra stað kæmu inn í stjórn þær Hugrún Harpa Reynisdóttir forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs og Sæunn Stefánsdóttir forstöðumaður Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands. Var sú tillaga samþykkt samhljóða og nýjar stjórnarkonur því boðnar velkomnar í hópinn.

Ársskýrsla félagsins var auk þess send á fundargesti, en hana má skoða hér: _Haskolafelag arsskyrsla 2021 (1)