Fundargerðir

33. fundur

33. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn í Iðu á Selfossi 30. apríl 2012 kl. 15. Mætt: Steingerður Hreinsdóttir, Elín Björg Jónsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Örlygur Karlsson, Sveinn Aðalsteinsson og Ágúst Sigurðsson. Einnig sat fundinn Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins og ritaði hann fundargerð. Helga Þorbergsdóttir boðaði forföll. 1. Einar Sveinbjörnsson frá KPMG Endurskoðun kom á fundinn og fór yfir drög að ársreikningi 2011. Að fyrirspurnum og umræðum loknum var reikningurinn samþykktur og undirritaður. 2. Rætt um dagsetningu aðalfundar. Ákveðið að stefna að aðalfundi e.h. fimmtudaginn 14. júní og helga hann málefnum jarðvangsins (Katla Geopark). Jafnframt var ákveðið að stefna að ráðstefnu um mennta- og byggðaþróunarmál á Suðurlandi á komandi hausti. 3. Vilborg Arna Gissurardóttir rekstrarstjóri jarðvangsins Katla Geopark kom á fundinn og greindi frá störfum sínum, en hún kom til starfa í byrjun ársins. Sagði m.a. frá sérmerkingu afurða, nýlokinni jarðvangsviku og fleiri verkefnum sem hún hefur unnið að. 4. Einar Matthíasson kom á fundinn og sagði frá vinnu sinni við það verkefni að skoða möguleika á þróun náms í matvælatengdum greinum á mörkum framhaldsskóla og háskóla, m.a. með skoðanakönnun meðal fyrirtækja í matvælagreinum. Sagði m.a. frá hugmyndum opinberu háskólanna um tveggja ára diplomanám sem væri sameiginlegur grunnur fyrir margs konar nám í matvælafræði, líftækni, fiskeldi o.fl. greinum. Kynnti einnig nýja hugmynd um tveggja ára nám sem væri að hluta til á framhaldsskólastigi og háskólastigi og byggði á núverandi námsframboði í FSu, HÍ og HA. Þessi hugmynd var rædd frá ýmsum hliðum, m.a. hver væri markhópurinn í þessu sambandi og lokamarkmið námsins (gæðastjórnun, framleiðslustjórnun, vöruþróun o.fl.), í því sambandi var greint frá uppbyggingu náms fyrir ófaglærða í matvælaiðnaði undir hatti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Spurning hvort megi tengja betur praktískar áherslur upphafi námsins í þessari hugmynd um tveggja ára nám. Einar mun halda áfram með verkefnið og reyna að fá betri svörun frá fyrirtækjum í greininni og með hliðsjón af umræðum á fundinum. 5. Rætt um húsnæðismálin. Ákveðið að halda áfram viðræðum varðandi Sandvíkurskóla en minnkandi líkur eru á að breytingar verði fyrir haustönnina. Hugsanlega verður boðað til stjórnarfundar á næstunni til að taka ákvarðanir í málinu. Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið klukkan 12.30.