Fundargerðir

36. fundur

36. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn í Glaðheimum þann 12.09.12 kl 13. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mætt: Helga Þorbergsdóttir,  Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, og Örlygur Karlsson. Ágúst Sigurðsson var í fjarfundasambandi hluta fundarins. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins fundinn. Forföll boðuðu Sveinn Aðalsteinsson og Elín Björg Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.

  1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram samþykkt og undirrituð.
  2. Vilborg Arna Gissurardóttir mun láta af störfum rekstrarstjóra Kötlu jarðvangs í október nk. Samþykkt að Steingerður Hreinsdóttir verði ráðin til starfans. Stjórn Kötlu jarðvangs hefur einnig fundað um málið og samþykkt þá tilhögun mála. Steingerður hefur formlega störf 1. nóvember nk. en tekur strax að sér að vinna að ákveðnum þáttum í Kötlu jarðvangi. Mikil tímapressa er á vinnu við tiltekin verkefni jarðvangsins m.a. vegna styrks frá Evrópusambandinu.

Við þessa tilhögun hættir Steingerður í stjórn Kötlu jarðvangs og er Helga Þorbergsdóttir skipuð í hennar stað. Stjórn HfSu þakkar Vilborgu Örnu vel unnin störf í þágu Kötlu jarðvangs og býður Steingerði velkomna til starfa.

  1. Ráða þarf verkefnisstjóra að Matarsmiðjunni að Flúðum. Hlutverk hans verður m.a. að

þróa nám og úrvinnslu á framleiðslu matvæla í samvinnu við fyrirtækin á svæðinu. Sigurði og Steingerði falið að ræða við forráðamenn MATÍS um fyrirkomulag ráðningar.

  1. Samþykkt að HfSu verði leigutaki hjá Sveitarfélaginu Árborg að húsnæði

Sandvíkurskóla. Gerður verði samningur við Fræðslunet Suðurlands þar sem þátttaka þess í kostnaði, vegna þeirrar umsýslu, verði skilgreindur.

  1. Önnur mál. Rætt um möguleika til fjarnáms ofl. í hinum dreifðari byggðum Suðurlands.

Stjórnarmenn héldu í Sandvíkurskóla þar sem Sigurður og Steingerður undirrituðu leigusamning að húsnæðinu f.h Háskólafélagsins.

____________________         __________________

Helga Þorbergsdóttir                   Rögnvaldur Ólafsson

______________________   _____________________

Steingerður Hreinsdóttir             Örlygur Karlsson