Fundargerðir

38. fundur

 1. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn í Sandvíkurskóla þann 11.02.2013

 

 

 

Mætt: Helga Þorbergsdóttir,  Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins fundinn. Forföll boðuðu Ágúst Sigurðsson og Elín Björg Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.

 1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
 2. Yfirlit um stöðu framkvæmda í Sandvík. Unnið er að lokafrágangi og stefnt að vígsluhátíð þann 1. mars næstkomandi. Samkeppni um nafn á starfsemina í húsinu hefur verið hleypt af stokkunum og verða úrslit kynnt við vígsluhátíð.
 3. Ráðuneyti, SASS og þekkingarstarfsemi á Suðurlandi. Samningur HfSu og mennta- ogmenningarmálaráðuneytis gildir til 31.12.2013. Hefja þarf viðræður við ráðuneytið um framhald eftir það.

Fimmtíu og þrjár milljónir króna eru í sóknaráætlun Suðurlands og verður þeim varið í eftirtalinn verkefni:

 1. Efling samstarfs um mennta- og fræðslustarf á Suðurlandi. Í þessu felst m.a. að stilla saman strengi Fræðslunets Suðurlands, Nýheima á Höfn og HfSu.
 2. Uppbygging símenntunar á miðsvæði starfssvæðisins. Áætlað er að ráðinn verði starfsmaður í Vestur-Skaftafellssýslu.
 3. Menntalestin á Suðurlandi.
 4. Upplýsingagátt Suðurlands – suðurland.is
 5. Listnám á Suðurlandi – greining og stefnumótun.
 6. Styrkir og stuðningsaðgerðir til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi.
 7. Bændamarkaður Suðurlands og stuðningur við vöruþróun og markaðssókn smáframleiðenda.
 8. Suðurland allt árið.
 9. Rætt um málefni stjórnar.