- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn í
Fjölheimum þann 08.04.2013
Mætt: Ágúst Sigurðsson, Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins fundinn. Forföll boðaði Elín Björg Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
- Sigurður fór yfir stöðu fjármála. Í máli hans kom m.a. fram að líklega verði um 5 milljóna króna halli á rekstri félagsins 2012. Rekstraráætlun 2013 liggur ekki fyrir en ljóst er að umfang eykst verulega með rekstri Fjölheima og mikilli vinnu í tengslum við IPA verkefnið.
- Starfsáætlun fyrir árið 2013 rædd og fylgir hún fundargerð.
- Samþætting menntunar og fræðslu á Suðurlandi. Rætt um möguleika á samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð, einnig hvort skoða eigi kosti og galla samruna Háskólafélagsins og Fræðslunets Suðurlands. Formanni og framkvæmdastjóra HfSu falið að vinna málin áfram.
- Stefnt að því að halda aðalfund og málþing um landnýtingu í tengslum við hann að Flúðum fimmtudaginn 6. júní.
- Önnur mál:
- Elín Björg Jónsdóttir hefur tilkynnt að vegna anna á öðrum vettvangi gefi hún ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Hákólafélagsins.
- Steingerði og Sigurði falið að fylgjast með þróun mála í uppbyggingu Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri f.h. stjórnar.
- Sigurður gerði grein fyrir því að skráðir þátttakendur á Sumarnámskeiði í jarðskjálftaverkfræði eru færri en ráð var fyrir gert.
Næsti fundur ákveðinn þann 14. maí kl 10 í Fjölheimum.
Ágúst Sigurðsson, Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson