- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 2.12.2013 kl. 10:00- 15:30 í Fjölheimum.
Mætt; Ágúst Sigurðsson, Dagný Magnúsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson. Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri félagsins sat fundinn eftir hádegið. Helga Þorbersdóttir boðaði forföll.
Fundargerð ritaði Steingerður Hreinsdóttir.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
- Stefnumótun stjórnar:
Fylgt var eftir greiningu framkvæmdastjóra og formanns á samningi HfSu og menntamálaráðuneytisins sem er liður í undirbúningi framhaldsins á samningi á milli þessara tveggja stofnana. Þá var farið í innri og ytri greiningu á félaginu og starfsemi sl. 5 ára metin.
Meðfylgjandi er útdráttur stefnumótunarinnar sem stjórn og starfsfólk kemur til með að hafa til hliðsjónar og vinna með á næstu mánuðum og verður grunnur að áætlun fyrir starfsemina og í starfsmannamálum Háskólafélagsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30