- fundur (símafundur) stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 19.12.2013 kl. 11:30
Mætt í símanum; Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Örlygur Karlsson og Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Dagný Magnúsdóttir og Ágúst Sigurðsson boðuðu forföll en Steingerður kom á fundinn undir lið 2 (og 3) á dagskránni.
- IPA samningurinn og boðuð uppsögn á honum. Sigurður fylgdi úr hlaði tölvupósti til stjórnar í fyrradag þar sem velt var upp álitamálum varðandi boðaða uppsögn Evrópusambandsins á samningi þess við Háskólafélagið um uppbyggingu í Kötlu jarðvangi. Háskólafélagið mun koma sínum sjónarmiðum á framfræri í bréfi sem sent verður til Brüssel á morgun. Stjórn mun verða upplýst í tölvupósti þegar viðbrögð koma við bréfinu en samþykkt var að ef ekkert nýtt kæmi fram í stöðunni yrði starfsmönnunum þremur ekki sagt upp fyrir áramótin. Stjórnarmenn eru viðbúnir því að mæta á símafund 30. desember ef ástæða þykir til að fara aftur yfir málin fyrir áramót.
- Hugsanleg ráðning sameiginlegs starfsmanns HfSu og Matís á Höfn. Enn er veruleg óvissa varðandi fjármögnun starfsemi Háskólafélagsins og Fræðslunetsins á Höfn í kjölfar þess að starfsemi á vegum Austurbrúar leggst þar af í lok ársins. Nokkrar líkur eru þó taldar á því að 10 mkr fáist á fjárlögum næsta árs og skiptist þá líklega jafnt á milli Fræðslunetsins og Háskólafélagsins. Þá liggur fyrir að Sveitarfélagið Hornafjörður mun kaupa hlutafé í Háskólafélaginu í byrjun næsta árs. Matís hefur haft starfsmann í fullu starfi á Höfn undanfarin ár. Nú hefur starfsmaður Matís á Höfn sagt upp og mun Matís ekki telja sér fært að ráða þar aftur í fullt starf en hafa lýst áhuga á að deila starfsmanni þar með Háskólafélaginu í ljósi góðrar reynslu slíks fyrirkomulags á Selfossi/Flúðum.Þessi möguleiki hefur verið kynntur bæjaryfirvöldum á Höfn. Stjórnin samþykkti að nánari greining þyrfti að liggja fyrir á verkefnum félagins á Höfn áður en ákveðið væri hvernig staðið væri að ráðningu starfsmanns félagsins þar.
- Önnur mál. Í ljósi ofangreinds var samþykkt að of seint væri að halda næsta formlega stjórnarfund í byrjun febrúar (eins og ráðgert hafði verið). Ákveðið að kanna hvort fimmtudagurinn 9. janúar hentaði, en kl. 17 þann dag verður afhentur styrkur Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands auk Menntaverðlauna Suðurlands (á vegum menntamálanefndar SASS).
Fleira ekki og fundi slitið kl. 12:40.