Fundargerðir

45. fundur

45. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 30.12. 2013 kl. 11:00-12:20 í Fjölheimum.

Mætt; Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Rögnvaldur Ólafsson og Örlygur Karlsson. Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri félagsins sat fundinn. Helga Þorbersdóttir, Dagný Magnúsdóttir og Ágúst Sigurðsson boðuðu forföll.

Fundargerð ritaði Steingerður Hreinsdóttir.

Fundargerðir tveggja síðustu funda undirritaðar.

Staðan á Hornafirði. Engar breytingar virðast vera á fjárlögum með tilliti til nýrrar stöðu Háskólafélagsins vegna innkomu Hornafjarðar. Nína Sibyl hefur verið lykilmanneskja í tengslum við háskólastarfsemi Austurbrúar og taka þarf ákvörðun um það hvort HfSu eigi að ráða hana áfram frá 1.1.2014 til þess að ekki verði rof á þjónustu við háskólanema. Stjórn samþykkti að ráða Nínu til 6 mánaða á sömu kjörum og hjá Austurbrú og á þeim tíma fara í stefnumótun um framtíðarstarfsemi á Hornafirði á vegum HfSu.

Stjórn samþykkir að framkvæmdastjóri skrifi drög að bréfi til ráðherra og sendi á stjórn vegna stöðunnar í Vík/Klaustri og Höfn varðandi fjárlög 2014.

IPA uppsögnin og hluthafafundurinn kl. 13. Rætt um framkvæmd hluthafafundar.

Ákveðið er að boðað verði til símafundar kl 16:00 þann 9. janúar 2014 ef þörf þykir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 12:20