- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 24.02.2014 í Fjölheimum kl. 10-12:20
Mætt; Ágúst Sigurðsson, Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Örlygur Karlsson og Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri,
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.
- Undirritun fundargerða fundar í Fjölheimum þann 30.12.2013 og símafundar þann 31.01.2014
- Ræddar hugmyndir að stefnumörkun og þeir möguleikar sem felast í stöðu mála á Suðurlandi. Unnið verður áfram að skýrri stefnumörkun sem síðan verður lögð fram sem grundvöllur að samningi við stjórnvöld.
- Fréttir af IPA. Góðar horfur virðast nú á því að innan tíðar verði skrifað undir formlegan samning um lok IPA verkefnisins. Sá samningur byggir á tillögu stjórnar Kötlu Geopark þar um.
- Önnur mál.
- Sigurður sagði frá fyrsta ársfundi Þekkingarsetra og sambærilegra stofnana sem haldinn var þann 13. febrúar sl. í Þekkingarsetri Suðurnesja.
- Rætt um yfirlit yfir meginmarkmið með samningi þekkingarsetra og sambærilegra stofnana, víðsvegar um landið, við ríkisvaldið og helstu þætti í starfsemi þeirra.
- Stjórnin áformar heimsókn á Hornafjörð með vorinu.