49. fundur stjórnar Háskólafélag Suðurlands haldinn þann 8.5. 2014 að Hótel Smyrlabjörgum kl. 21:30-23.
Mætt; Ágúst Sigurðsson, Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Örlygur Karlsson og Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri,
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.
Staðsetning stjórnarfundar ræðst af fundaferð stjórna Háskólafélagsins og Fræðslunets
Suðurlands um Skaftafellssýslur.
- Ársreikningur félagsins fyrir árið 2013 lagður fram, ræddur og staðfestu stjórnarmenn reikninginn með undirritun sinni. Rekstrartekjur ársins: Kr 96.166.412. Rekstrargjöld: Kr 101.428.120. Rekstrartap ársins: 3.200.314.
- Rætt um stöðu og mikilvægi starfsemi jarðskjálftamiðstöðvar HÍ á Selfossi.
- Aðalfundur HfSu 2014 verður haldinn þann 26. maí kl. 13:00. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa er gert ráð fyrir þrem tuttugu mínútna framsögum.
- Steingerður Hreinsdóttir mun gera grein fyrir stöðu mála í Kötlu Geopark og ræða IPA verkefnið. Gerð verður grein fyrir stefnumótun Háskólafélagsins sem m.a. er lögð til grundvallar í samtali við ríkisvaldið um starfsemi HfSu í héraði, sem nú nær frá „Höfn til Hafnar“. Einnig er stefnt að því að fjalla um stöðu og horfur í starfsemi Rannsóknamiðstöðvar HÍ í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi.
- Kynntur var tölvupóstur dags. 2.5. frá formanni stjórnar Þekkingarseturs Nýheima um að félagið gerðist aðili að Þekkingarsetinu og fengi fulltrúa í stjórn gegn greiðslu 120.000 kr stofngjalds í samræmi við skipulagsskrá Þekkingarsetursins. Samþykkt að taka þessu boði.