Fundargerð 5. stjórnarfundar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn 28. mars 2008 kl. 16.00 að Austurvegi 56, Selfossi.
Mættir: Steingerður Hreinsdóttir, formaður, Örlygur Karlsson, Elín Björg Jónsdóttir, Rögnvaldur Ólafasson, Ágúst Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Forföll: Helga Þorbergsdóttir.
- Formaður setti fund. Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð.
- Stjórnarlaun og fyrirkomulag. Formaður kynnti fyrirkomulag sambærilegra félaga. Samþykkt að miða stjórnarlaun við 1,5% af þingfararkaupi, formaður fær 3%. Akstur verður greiddur gegn framvísun akstursdagbókar, fyrir þá sem það kjósa. Samþykkt með fyrirvara um samþykki aðalfundar.
- Staða aðgerða.
- Samstarf HfS og FnS. Formaður lagði fram drög að samningi milli HfS og FnS. Samþykkt að vinna frekar að málinu í þeim farvegi sem kynntur var.
- Drög að fjárhagsáætlun félagsins kynnt. Stjórnarmenn kynna sér málið frekar og þær forsendur sem hún byggir á. Formaður sendir út áætlunina á stjórn fljótlega.
- Stefna félagsins. Ágúst ræddi hugmyndir um að leggja áherslu á 5 þekkingarkjarna á Suðurlandi sem skæru sig úr hvað snertir rannsóknir og háskólastarf. Þessir kjarnar eru Laugarvatn (KHÍ), Gunnarsholt (LR), Kirkjubæjarstofa, Reykir í Ölfusi og Árborg (Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftafræðum). Stjórnin samþykkti að leggja áherslu á að auka samstarf og sýnileika þessara kjarna með hugsanlegum viðbótum t.d. Skálholt og Sólheimar. Kynna verður samhliða aðgerðir til stuðnings fjarnámi og aukið samstarf þessara kjarna undir forystu/leiðsögn HfS. Ágúst kemur með skriflega tillögu um þessi mál fyrir næsta fund. Allir þessir kjarnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf við HfS og voru leiðandi í dagskrá almenns fundar í Gunnarsholti 25. maí sl.
- Önnur mál.
- Fyrirkomulag næstu funda. Ákveðið að hafa næsta fund fimmtudaginn 10. apríl nk. kl. 15 og verður hann boðaður sérstaklega.
- Rætt um halda stjórnarfundi í ofangreindum þekkingarkjörnum eins og unnt er. Skoðað með fund og heimsókn í Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftafræðum í apríl.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18.30.