Skip to content Skip to footer

5. Fundur

Fundargerð 5. stjórnarfundar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn 28. mars 2008 kl. 16.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mættir: Steingerður Hreinsdóttir, formaður, Örlygur Karlsson, Elín Björg Jónsdóttir, Rögnvaldur Ólafasson, Ágúst Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Forföll: Helga Þorbergsdóttir.

  1. Formaður setti fund. Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð.
  2. Stjórnarlaun og fyrirkomulag. Formaður kynnti fyrirkomulag sambærilegra félaga. Samþykkt að miða stjórnarlaun við 1,5% af þingfararkaupi, formaður fær 3%. Akstur verður greiddur gegn framvísun akstursdagbókar, fyrir þá sem það kjósa. Samþykkt með fyrirvara um samþykki aðalfundar.
  3. Staða aðgerða.
    1. Samstarf HfS og FnS. Formaður lagði fram drög að samningi milli HfS og FnS. Samþykkt að vinna frekar að málinu í þeim farvegi sem kynntur var.
    2. Drög að fjárhagsáætlun félagsins kynnt. Stjórnarmenn kynna sér málið frekar og þær forsendur sem hún byggir á. Formaður sendir út áætlunina á stjórn fljótlega.
    3. Stefna félagsins. Ágúst ræddi hugmyndir um að leggja áherslu á 5 þekkingarkjarna á Suðurlandi sem skæru sig úr hvað snertir rannsóknir og háskólastarf. Þessir kjarnar eru Laugarvatn (KHÍ), Gunnarsholt (LR), Kirkjubæjarstofa, Reykir í Ölfusi og Árborg (Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftafræðum). Stjórnin samþykkti að leggja áherslu á að auka samstarf og sýnileika þessara kjarna með hugsanlegum viðbótum t.d. Skálholt og Sólheimar. Kynna verður samhliða aðgerðir til stuðnings fjarnámi og aukið samstarf þessara kjarna undir forystu/leiðsögn HfS. Ágúst kemur með skriflega tillögu um þessi mál fyrir næsta fund. Allir þessir kjarnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf við HfS og voru leiðandi í dagskrá almenns fundar í Gunnarsholti 25. maí sl.
  4. Önnur mál.
    1. Fyrirkomulag næstu funda. Ákveðið að hafa næsta fund fimmtudaginn 10. apríl nk. kl. 15 og verður hann boðaður sérstaklega.
    2. Rætt um halda stjórnarfundi í ofangreindum þekkingarkjörnum eins og unnt er. Skoðað með fund og heimsókn í Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftafræðum í apríl.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18.30.