51. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 12.09.2014 á Kirkjubæjarklaustri. Mætt; Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Örlygur Karlsson og Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri, Dagný Magnúsdóttir boðaði forföll. Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.
Fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands -Þekkingarnets á Suðurlandi, haldinn á Kirkjubæjarklaustri 12. september 2014, lýsir furðu sinni á fjárframlögum til félagsins og Fræðslunetsins í frumvarpi til fjárlaga 2015. Fyrir liggur að Sveitarfélagið Hornafjörður færðist af starfssvæði Austurbrúar um síðustu áramót til félaganna tveggja en þessa sér ekki stað í fjárveitingum til stofnananna skv. fjárlagafrumvarpinu. Með þessu virðist staðfestast sá grunur að málefnalegar ástæður eru ekki fyrir hendi við skiptingu opinberra fjármuna milli einstakra símenntunarstöðva og þekkingarneta. Stjórnin beinir því til Ríkisendurskoðunar að hún taki málið til skoðunar. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að skipting fastra fjárveitinga til símenntunarmiðstöðvanna virðist ekki hafa verið til skoðunar í nýlegri aðkeyptri úttekt ráðuneytisins á málefnum framhaldsfræðslunnar.
Í samþykktum Háskólafélags Suðurlands segir: Tilgangur félagsins er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi með því að reka Þekkingarnet á Suðurlandi sem felur í sér að;
Meginhugmyndin á bakvið stofnun félagsins er því að auka búsetugæði á Suðurlandi með því að veita námi frá háskólum til íbúa og styrkja samvinnu þeirra góðu rannsókna- og fræðslustofnana sem þar eru fyrir og gera þær sýnilegri í samfélaginu. Jafnframt leitast félagið við styrkja nýsköpun á Suðurlandi með því að tengja og greiða fyrir samvinnu fyrirtækja og háskólatengdra stofnana ásamt atvinnuþróunarstofnunum svæðisins. Framtíðarsýn félagsins er:
Félagið hefur unnið að þessum markmiðum með fjölbreyttu og öflugu starfi t.d. með stofnun Fjölheima, Katla Geopark, Matarsmiðju á Flúðum, fjölda rannsóknarverkefna, uppsetningu og rekstri fjarfundabúnaðar, skapað námsumhverfi ætlað nemendum á háskólastigi og margt fleira. Námsverum hefur verið komið upp í Vík, Kirkjubæjarklaustri og á Höfn, og félagið hefur nú starfsmenn bæði í Vík og á Höfn auk Fjölheima á Selfossi. Gott aðgengi að námi í gegnum fjarfundabúnað skilar sér í að fjöldi íbúa á starfssvæði félagsins stundar nám á háskólastigi sem og öðrum stigum. Miklar umræður urðu um möguleika á námi á sviðum er tengjast fjölmennum atvinnugreinum á svæðinu. Matvælabrúin, sem er nám í matvælafræðum er nýlega farið af stað og leggja þarf drög að námi í ferðamálafræðum í samvinnu við hagsmunaaðila í héraði sem nú spannar Suður- og Suðausturland og nær frá Höfn til Hafnar.
Næsti fundur verður í Þorlákshöfn þann 14. nóvember kl. 12:30. |