- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 21.01.2016 í Fjölheimum
Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir í símasambandi, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Einnig sátu Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri, Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri og Ingunn Jónsdóttir verkefnastjóri fundinn. Olga Lísa Garðarsdóttir boðaði forföll.
Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.
- Fundargerð 57. stjórnarfundar hafði verið send stjórnarmönnum. Hún samþykkt og undirrituð.
- Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri hjá SASS kynnti drög að samningi SASS við samstarfsaðila um ráðgjöf og þjónustu. Gert er ráð fyrir að Háskólafélag Suðurlands verði einn þessara samstarfsaðila. Miklar umræður urðu um fyrirliggjandi drög og lýstu stjórnarmenn áhuga á samstarfi.
- Erindi frá Rangárþingi ytra þar sem óskað er eftir samstarfi við að koma upp námsveri á Hellu. Stjórn HfSu tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir.
- Önnur mál.
- Það hefur tíðakast á fundum stjórnar HfSu að Dagný Magnúsdóttir vert á Höndum í höfn og stjórnarmaður í Háskólafélaginu hefur boðið fundarmönnum uppá dýrindis veitingar. Það er ástæða til að bóka sérstakar þakkir til Dagnýjar vegna þessa.
- Ákveðið að halda næsta fund þann 22. febrúar kl 12 á Höndum í höfn.