- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 22.2. 2016 kl. 12-16 í Þorlákshöfn.
Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson.Helga Þorbergsdóttir boðaði forföll. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri HfSu fundinn og ritaði fundargerð.
Fundargerð 58. fundar undirrituð.
- Rætt um drög að samstarfssamningi við SASS. Kl. 13 kom Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri frá SASS inn á fundinn. Fram komu ábendingar um að huga þyrfti að startkostnaði við starfsstöð á Hvolsvelli. Einnig að endurskoðunarákvæði þyrfti um næstu áramót varðandi greiðslu á klukkustund í ljósi ákvæða í fjárlögum 2017 og ákvæði í kjarasamningum. Þá var bent á að í fylgiskjali 2 væri eðlilegt að tilgreina einnig rannsóknir. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að undirrita samning enda fáist viðunandi niðurstaða varðandi fyrrgreindar ábendingar.
- Skýrsla um starfsemina 2015 og starfsáætlun 2016. Framkvæmdastjóri fylgdi fyrirliggjandi drögum úr hlaði. Skýrslan samþykkt með minni háttar breytingum.
- Rekstrarafkoman 2015. Miðað við fyrirliggjandi drög er um 3,2 mkr halli en að teknu til afskrifta er hann um 7,6 mkr. Fyrir liggur að sumt af bókuðum tekjum ársins 2015 eru í raun fyrirframgreiddar tekjur, þ.e. útgjöldin falla til á árinu 2016. Samþykkt að drögin verði leiðrétt þannig að tekið sé tillit til þessa. Halli ársins mun þá aukast um 6-7 mkr.
- Námsver á Hellu. Tilboð liggur fyrir í búnað sem Háskólafélagið og Fræðslunetið mun fjármagna (að jöfnu). Samþykkt.
- Málefni Laugarvatns. Rætt um atburði liðinna vikna. Fyrir liggur ákvörðun Háskólaráðs HÍ að leggja niður í áföngum starfsstöðina á Laugarvatni sem sinnt hefur grunnnámi í íþrótta- og heilsufræði. Stjórn og framkvæmdastjóri munu áfram fylgjast með málinu og hugsanlegum mótvægisaðgerðum í því sambandi.
- Önnur mál.
- Sveinn Aðalsteinsson greindi frá því að hann hefði verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Kemur í ljós fyrir aðalfund Háskólafélagsins í vor hvort þetta hefur breytingar í för með sér varðandi setu í stjórn Háskólafélagsins.
- Rætt um mögulegar dagsetningar fyrir næsta stjórnarfund og aðalfund Háskólafélagsins, stungið upp á stjórnarfundi miðvikudaginn 27. apríl og aðalfundi þriðjudaginn 24. maí. Stjórnarmenn munu athuga hvort þetta hentar.
- Fundarmenn rómuðu móttökur og afburða viðurgjörning hjá Dagnýju Magnúsdóttur.
Fleira ekki, fundi slitið.