Fundargerðir

60. fundur

  1. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn í Fjölheimum 26.4. 2016 kl. 10:30-12.

Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Olga Lísa Garðarsdóttir,  Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Helga Þorbergsdóttir og Kristín Hermannsdóttir voru  í símasambandi,  Einnig sat fundinn Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri,  Dagný Magnúsdóttir boðaði forföll.

Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  • Fundargerð 59.fundar samþykkt og undirrituð
  • Drög að ársreikningi 2015. Auðunn Guðjónsson og Sigrún Einarsdóttir frá KPMG kynntu og ræddu drögin við stjórnarmenn. Ársreikningur verður lagður fyrir stjórnarfund fyrir aðalfund félagsins.
  • Þórarinn Sólmundarson sérfræðingur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu gerði grein fyrir stöðu mála í stefnumörkun ráðuneytisins um málefni háskóla og vísinda. Unnið er að stefnumörkun til fimm ára sem er nýlunda. Rætt var um stöðu og möguleika HfSu í þessu sambandi. Athyglisverðir punktar komu fram í máli Þórarins sem eru gott innlegg í áframhaldandi þróunar- og stefnumótunarvinnu Háskólafélagsins.
  • Önnur mál

Stefnt að því að halda aðalfund félagsins 1.  júní n.k.