- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn í Fjölheimum 1.6. 2016 kl. 11-13.
Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Helga Þorbergsdóttir og Kristín Hermannsdóttir mættu á fundinn eftir að hann hófst, Einnig sat fundinn Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
- Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
- Fundargerð 60. stjórnarfundar staðfest með undirritun.
- Ársreikningur 2015 staðfestur með undirritun stjórnar og framkvæmdastjóra
- Drög að skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra rædd og samþykkt
- Málefni Laugarvatns. Kl. 13 í dag mun stjórnin sitja fund þar sem fulltrúar Bláskógabyggðar og Háskóla Íslands munu ræða áformaða nýja starfsstöð Rannsóknarseturs HÍ á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir aðkomu Háskólafélagsins að breyttri starfsemi HÍ á Laugarvatni.
- Samþykkt að tilnefna Eyrúnu Unni Guðmundsdóttur sem varamann Hrafnkels Guðnasonar í stjórn Þekkingarseturs Nýheima.
- Fundi lauk laust fyrir kl. 13 að afloknum málsverði á Kaffi Krús á Selfossi.