Fundargerðir

63. fundur

 1. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 6.12. 2016 kl. 13-15 í Fjölheimum. Eftirfarandi stjórnarmenn voru mættir í Fjölheima: Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Helga Þorbergsdóttir og Kristín Hermannsdóttir voru í símasambandi en Dagný Magnúsdóttir boðaði forföll. Þá sat framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð. Einnig sat Ingunn Jónsdóttir hluta fundarins.

Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.

 • Fundargerð 62. fundar staðfest með undirritun
 • Drög að könnunum á eftirspurn eftir fjarnámi á Suðurlandi

Farið yfir drögin, nokkrar athugasemdir komu fram. Sigurður mun koma þeim á framfæri við Félagsvísindastofnun. Einnig rætt um mikilvægi kynningar á námsaðstöðu og starfi HfSu í héraðinu, og fyrirhuguð Starfamessa nefnd í því sambandi sem og hugsanleg útgáfa á fylgiblaði (kálfi) með héraðsblöðum.

 • Samvinna/sameining við Fræðslunetið

Kynntar voru hugmyndir framkvæmdastjóra Fræðslunetsins um aukna formlega samvinnu Fræðslunetsins og Háskólafélagsins, og viðhorf fulltrúa verkalýðsfélaganna á Austurlandi og Norðausturlandi til reynslunnar af sameinuðum félögum. Að mati stjórnar Háskólafélagsins eru þessar tillögur og viðhorf tilefni til frekari skoðunar og umræðu. Formanni og framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað um málið og óska í framhaldi eftir fundi með fulltrúum Fræðslunetsins.

 • Áframhaldandi stuðningur við Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands

Samþykkt að halda óbreyttum stuðningi, þ.e. 100.000 kr. árlegu framlagi næstu fjögur ár.

 • Önnur mál
  • Viðbrögð við væntanlegu fjárlagafrumvarpi

Ákveðið að bregðast við með sambærilegum hætti og áður ef til þess kemur að tímabundnar fjárveitingar til Háskólafélagsins og Fræðslunetsins halda sér ekki í nýju frumvarpi.

 • Málefni Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands

Kristín fylgdi málinu úr hlaði. Samþykkt að félagið riti bréf til Náttúrufræði-stofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem hvatt er til stuðnings við þetta merka starf sem unnið hefur verið um árabil. Langtíma-rannsóknir af þessu tagi er mjög mikilvægar fyrir skilning á náttúru landsins.

 • Tilnefningar til Menntaverðlauna Suðurlands

Kynnt var auglýsing frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

 • Fundur með Árborg um stækkun í Fjölheimum

Kynntir minnispunktar af fundi framkvæmdastjóra Háskólafélagsins og Fræðslunetsins með bæjarráði Árborgar. Endanlegur frágangur á lóðinni við Fjölheima dregst til 2018 og ekki hægt að verða við beiðni félaganna um aukið húsnæði í Fjölheimum fyrr en í fyrsta lagi 2019.

 • Næsti fundur stjórnar. Ekkert ákveðið en hugsanlega í tengslum við hátíðafund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands sem ráðgerður er í janúar.

Fleira ekki og fundið slitið kl. 15.