- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 23. maí 2017 kl. 11-13 í Fjölheimum á Selfossi. Eftirfarandi stjórnarmenn voru mættir: Dagný Magnúsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson, Helga Þorbergsdóttir og Sveinn Aðalsteinsson. Kristín Hermannsdóttir var á Skype en Olga Lísa Garðarsdóttir boðaði forföll. Þá sat framkvæmdastjóri fundinn. Helga ritaði fundargerð.
Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.
- Fundargerð 64. fundar staðfest með undirritun
- Ársreikningur 2016
Auðunn Guðjónsson fór yfir drög að ársreikningi. Áfram er hallarekstur á félaginu. Rekstrartapið er 7,9 mkr borið saman við 12,9 mkr 2015 en vegna aukins gengistaps er tap ársins 12,8 mkr í stað 14,9 mkr 2015. Farið var ítarlega yfir stöðuna og framtíðarhorfur en eins og áður er ljóst að reksturinn er ekki sjálfbær miðað við núverandi forsendur. Enn er ekki ljóst hvort viðbótarfjárveitingar fást í gegnum fjárlög 2017 en samningur félagsins við SASS hefur verið hækkaður um 5 mkr á árinu 2017 án þess að aukið hafi verið við mannahald. Samþykkt að breyta evrueignum félagsins í krónur til að koma í veg fyrir frekara gengistap og að framkvæmdastjóri vinni nánari kostnaðargreiningu á núverandi rekstri félagsins fyrir næsta stjórnarfund og verði kynnt á aðalfundi. Stjórn og framkvæmdastjóri undirrituðu ársreikninginn sem eins og áður var án athugasemda af hálfu endurskoðenda.
- Staða verkefna
Ingunn Jónsdóttir verkefnastjóri kom inn á fundinn og greindi frá Erasmus+ verkefninu sem hún leiðir í samvinnu við erlenda háskóla um þróun náms í nýsköpun og stjórnun í ferðaþjónustu. Lokafundur í verkefninu verður haldinn í tengslum við aðalfund félagsins 21. júní 2017 og málþing að honum loknum. Vonir eru bundnar við að þetta námsframboð geti nýst í þróun náms á fagháskólastigi.
- Önnur mál
Næsti stjórnarfundur áætlaður kl. 10-12 miðvikudaginn 21. júní í Fjölheimum.
Fleira ekki og fundið slitið kl. 13 eftir að fundarmenn höfðu notið glæsilegra veitinga sem Dagný færði inn á fundinn.