Skip to content Skip to footer

67. fundur

  1. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 02.10.17 í Fjölheimum Selfossi kl. 13:30-16.

Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri HfSu fundinn. Olga Lísa Garðarsdóttir  boðaði forföll.  Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerð 66. fundar hafði verið send fundarmönnum, hún rædd, samþykkt og undirrituð.

 

  1. Endurnýjun samnings HfSu og SASS. Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri þróunarsviðs SASS mætti á fundinn. Þann 29. febrúar 2016 var gerður samningur milli HfSu og SASS um ráðgjöf og þjónustu Háskólafélasins fyrir SASS. Komið er að endurskoðun og endurnýjun samningsins fyrir árið 2018. Þórður lýsti ánægju með framkvæmd samningsins það sem af er. Unnin hafa verið drög að verklagsreglum og í því sambandi rætt um mikilvægi frumkvæðis ráðgjafa í samskiptum við fyrirtæki á starfssvæðinu. Einnig rætt um mikilvægi þess að meta árangur verkefna/ráðgjafar eftir lengri tíma, þannig náist betri og marktækari yfirsýn. Stjórn Háskólafélagsins lýsti einnig ánægju með framkvæmd samningsins. Stjórnarmenn töldu þó taxta á tímagjald of lágan þrátt fyrir 5,4% hækkun á taxta á samningstímanum. Aðilar eru sammála um að vinna þarf að samkomulagi um hækkun taxtans. Af hálfu SASS verða unnin drög að nýju samkomulagi og verða þau lögð fyrir stjórn Háskólafélagsins.

 

  1. Menntamálaráðuneytið hyggst gera úttekt á samningi við HfSu. Sigurður lagði fram drög að útfylltu eyðublaði fyrir gagnaöflun í því samhengi. Eyðublaðið samþykkt með áorðnum breytingum.

 

  1. Starfsemi Háskólafélagsins í Nýheimum á Höfn. Við brotthvarf Austurbrúar frá Höfn í árslok 2013 ábyrgðist félagið háskólaþjónustu þar vegna fjarnema. Nú er staðan sú að Þekkingarsetrið Nýheimar er komið með þrjá starfsmenn og viðruð hefur verið sú hugmynd að Þekkingarsetrið taki að sér þessa nærþjónustu á Höfn. Háskólafélagið mundi eftir sem áður vera aðili að Þekkingarsetrinu með fulltrúa í stjórn þess og taka þátt í samstarfsverkefnum með þvi. Málið verður til afgreiðslu á stjórnarfundi Þekkingarsetursins síðar í þessari viku.

 

  1. 10 og 5 ára tímamót. Háskólafélagið var stofnað á fundi 19. desember 2007. Rætt um að stefna að því að minnast þessara tímamóta, t.d. með hátíðarkvöldverði. Um næstu áramót verða fimm ár liðin frá því að félagið flutti inn í Fjölheima og hóf þar rekstur þekkingarseturs. Samþykkt að rita Sveitarfélaginu Árborg bréf þar sem farið yrði fram á það, í tilefni þessara tímamóta, að ekki yrði um frekari frestun að ræða á lóðafrágangi við Fjölheima.

 

  1. Önnur mál. Samþykkt að framkvæmdastjóri taki þátt í þremur vinnustofum í vetur í Baltic Leadership Programme for Cluster Managers (Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmannahöfn) vegna starfa sinna við Kötlu jarðvang.

 

Fleira ekki og fundi slitið.