- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn í Fjölheimum á Selfossi föstudaginn 27. apríl 2018 kl. 10-12. Mætt voru Sveinn Aðalsteinsson, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson. Forföll boðuðu Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir og Sigurður Þór Sigurðsson. Auk þess sat fundinn Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri og ritaði hann fundargerð. Þá sat Ingunn Jónsdóttir verkefnastjóri fundinn og Hrafnkell Guðnason að hluta.
Sveinn Aðalsteinsson formaður setti fundinn og gengið var til fyrirliggjandi dagskrár.
- Fundargerð 69. fundar stjórnarinnar var staðfest með undirritun.
- Starfsmenn KPMG, Auðunn Guðjónsson og Arnar Leó Guðnason, kynntu drög að ársreikningi félagsins fyrir 2017. Skv. þeim var hagnaður af starfsemi félagsins um 8,6 mkr borið saman við 12,8 mkr tap 2016. Farið var ítarlega yfir drögin, nokkur álitamál voru rædd og mun KPMG í samvinnu við framkvæmdastjóra taka afstöðu til þeirra og senda fljótlega ný drög á stjórnina til skoðunar.
- Framtíð félagsins. Framkvæmdastjóri fylgdi málinu úr hlaði. Taka þarf afstöðu til þess hvort áform um sameiningu félagsins við Fræðslunetið verði lögð til hliðar í ljósi synjunar stjórnar Fræðslunetsins um viðræður. Með samstarfssamningnum við SASS og breyttri framsetningu fjárlaga má segja að sérstaða Háskólafélagsins hafi aukist. Ákveðið að stefna að því að fara í stefnumótunarvinnu nú í vor með þátttöku stjórnar og starfsmanna. Fyrir liggja niðurstöður könnunar á gildum félagsins á afmælisfundinum 19. desember sl. Formaður athugar með leiðsögn sérfræðings í þessu sambandi og í framhaldinu verður athugað með tímasetningu slíks vinnufundar.
- Aðalfundur félagsins 2018. Finna þarf heppilega dagsetningu (t.d. 11. eða 12. júní) og ákveða með faglega dagskrá. Stefnt er að því að ræða um málefni fagháskóla og hlutverk Háskólafélagsins í því sambandi.
Fleira ekki og fundi slitið um kl. 12.