- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 18.03.19 í Rannsóknarsetri Háskóla Íslands að Laugarvatni.
Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson, Sveinn Aðalsteinsson (var í fjarsambandi) og Þórarinn Ingólfsson. Einnig sátu starfsmenn félagsins, þau; Hrafnkell Guðnason Ingunn Jónsdóttir og Sigurður Sigursveinsson fundinn. Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.
Tómas Grétar Gunnarsson forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Suðurlandi tók á móti stjórnarmönnum og fór með þeim um húsnæði Rannóknarsetursins sem áður hýsti Húsmæðraskóla Suðurlands, Íþróttakennaraskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og loks menntavísindasvið Háskóla Íslands.
- Tómas Grétar ásamt Helgu Kristínu Sæbjörnsdóttur verkefnastjóra og Evu Marín Hlynsdóttur forstöðumanni Rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál, sem starfar á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála á félagsvísindasviði Háskóla Íslands, greindu okkur frá starfsemi sinna stofnana.
Í máli Tómasar kom fram að setrið að Laugarvatni, sem er eitt átta rannsóknarsetra HÍ, hefur starfað þar í þrjú ár. Rannsóknir beinast fyrst og fremst að landnotkun, náttúrufari í víðri merkingu og fuglastofnum. Vinna með meistara- og doktorsnemum er ríkur þáttur í starfi setursins.
Áskoranir við rekstur seturs sem þessa er að í krafti smæðarinnar gegna starfsmenn mörgum hlutverkum og halda þarf fast utan um rannsóknirnar sem eru kjarni starfseminnar.
Eva greindi frá því að starfsemi Rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál hefði hafist 1. janúar 2019 og væri tilraunaverkefni til þriggja ára. Stefnt er að því að námskeið á vegum setursins nýtist öllum landshlutum. Meðal viðfangsefna eru rannsóknir á þéttbýlismyndun og áhrifum hennar á stjórnsýslu. Horft verður til kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og hlutverks þeirra í að efla samfélög sín.
Það markmið Háskólafélags Suðurlands að auka búsetugæði í landshlutanum rímar vel við starf setursins að Laugarvatni og er góður samstarfsflötur þessara aðila.
- Fundargerð 73. stjórnarfundar samþykkt og undirrituð.
- Ingunn og Hrafnkell gerðu grein fyrir undirbúningsvinnu að námskeiðaröð fyrir frumkvöðla á grundvelli sóknaráætlunar Suðurlands, en gert er ráð fyrir að námskeiðin verði haldin á þessu ári. Samþykkt að veita framkvæmdastjóra heimild til að kaupa búnað í stofu 202 fyrir um allt að einni milljón króna til að skapa aðstöðu fyrir frumkvöðla, auk þess sem aðstaðan yrði að einhverju leyti í útleigu eins og önnur skrifstofurým og þannig hluti af samrekstri Fjölheima með Fræðslunetinu.
- Starfsmannamál. Framkvæmdastjóri lagði fram hugmynd um að ráðinn yrði
þjónustustjóri til félagsins í um það bil 50% starf. Samhliða yrði starfshlutfall Sigurðar
Sigursveinssonar framkvæmdastjóra minnkað úr fullri stöðu niður í 75% starf.
Þjónustustjóri hefði umsjón með ýmsum þáttum starfseminnar sem nú eru á hendi
framkvæmdastjóra. Má þar nefna umsýslu með prófum, samninga um útleigu á aðstöðu,
bókhald o.fl. Stjórn HfSu samþykkir framkomna hugmynd framkvæmdastóra og felur
honum að sjá um ráðningu þjónustufulltrúa í 50% starf.
- Fjárhagur félagsins. Það stefnir í að árið 2019 verði gert upp með u.þ.b. 5 milljóna
halla. Góðar vonir eru bundnar við að hækkun fáist á framlagi ríkisins 2019.
- Önnur mál. Rætt um Fab Lab og stöðu mála þar. Rætt um tímasetningu á næsta stjórnarfundi og aðalfundi. Áhugi er á að halda málþing um stöðu iðn-og verkmenntunar í tengslum við aðalfund.
Fleira ekki og fundi slitið um kl. 15.