- fundur Háskólafélags Suðurlands, haldinn í Fjölheimum þann 13.12.2019.
Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir (var í fjarsambandi), Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson og Sveinn Aðalsteinsson. Dagný Magnúsdóttir og Sigurður Þór Sigurðsson boðuðu forföll, Einnig sat Sigurður Sigursveinsson fundinn. (Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð).
- Fundargerð 75. fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
- Sigurður gerði grein fyrir rekstrarhorfum og reifaði hugmyndir tengdar starfinu á komandi ári. Rekstrarframlag fyrir árið 2019 er 25,3 milljónir. Líkur og vonir standa til að rekstrarstaða HfSu styrkist á árinu 2020.
- Undir liðnum önur mál var rætt um mikilvægi þess að halda sögu Háskólafélagsins vel til haga og stöðugt þarf að kynna félagið heima í héraði og heiman.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.