Skip to content Skip to footer

76. fundur

  1. fundur Háskólafélags Suðurlands, haldinn í Fjölheimum þann 13.12.2019.

Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir (var í fjarsambandi), Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson og Sveinn Aðalsteinsson. Dagný Magnúsdóttir og Sigurður Þór Sigurðsson boðuðu forföll, Einnig sat Sigurður Sigursveinsson fundinn.  (Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð).

  1. Fundargerð 75. fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
  2. Sigurður gerði grein fyrir rekstrarhorfum og reifaði hugmyndir tengdar starfinu á komandi ári. Rekstrarframlag fyrir árið 2019 er 25,3 milljónir. Líkur og vonir standa til að rekstrarstaða HfSu styrkist á árinu 2020.
  3. Undir liðnum önur mál var rætt um mikilvægi þess að halda sögu Háskólafélagsins vel til haga og stöðugt þarf að kynna félagið heima í héraði og heiman.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.