Fundargerðir

77. fundur

  1. fundur Háskólafélags Suðurlands, fjarfundur haldinn þann 05.05.2020 kl. 13.

Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri fundinn.

(Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð)

  1. Fundargerð 76. fundar rædd og samþykkt.
  2. Kynning KPMG á ársreikningi HfSu fyrir árið 2019. Auðunn Guðjónsson og Arnar Leó Gunnarsson fóru yfir reikninginn lið fyrir lið. Reikningurinn ræddur og samþykktur. Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri staðfestu samþykki sitt á rafrænan hátt.
  3. Sigurður Sigursveinsson gerði grein fyrir áhrifum Covid 19 faraldursins á starfsemi Háskólafélagsins, það sem af er ári. Í máli hans kom fram nokkur röskun hefur orðið á starfseminni og áætlaðar tapaðar tekjur vegna lokunar nema 1,4 milljónum króna.

Undir þessum lið var rætt um fjárhag félagsins og starfsmannahald.

  1. Samþykkt að aðalfundur félagsins verði haldinn í lok maí 2020 og verði fjarfundur. Framkvæmdastjóra falið að undirbúa fundinn. Jafnframt stefnt að staðfundi stjórnar í júní nk.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið