Skip to content Skip to footer

78. fundur

  1. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn í Tryggvaskála Selfossi 25. júní 2020 kl. 13

 

Mættir voru eftirtaldir stjórnarmenn; Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermanssdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson og Sveinn Aðalsteinsson. Dagný Magnúsdóttir og Sigurður Þór Sigurðsson boðuðu forföll. Auk stjórnar sátu fundinn Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri, Hrafnkell Guðnason, Magnús St. Magnússon, Ingunn Jónsdóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir og Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir starfsmenn félagsins.

Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir nr. 76 og 77 voru staðfestar með undirritun.
  2. Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisfræðingur fjallaði um úrgangsstjórnun í tengslum við heimsmarkmiðin í þeim málaflokki, sem er á forræði sveitarfélaganna.

Elísabet hefur unnið á þessum vettvangi í samvinnu við einstök sveitarfélög á Suðurlandi og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Ljóst er að mikil vinna er fyrir höndum við að þróa verklag og utanumhald á þessu sviði og mikilvægt að faglega verði að því staðið.

  1. Eva Marín Hlynsdóttir fráfarandi rannsóknarstjóri Rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál, sem rekið var að Laugarvatni, kynnti rannsóknir sínar á sveitarstjórnarstiginu. Þar er stór akur óplægður og fjölbreytt verkefni á vettvangi sveitarstjórna bíða rannsókna,  faglegrar stefnumörkunar og úrvinnslu.
  2. Tillögur í skýrslu Önnu Guðrúnar Eðvardsdóttir ,,Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun (júní 2020)” lagðar fram til kynningar.
  3. Rætt um að halda næsta fund á Höfn í tengslum við fyrirhugaðan aðalfund Samtaka þekkingarsetra sem til stendur að halda 9.-10. september á Höfn í Hornafirði.

 

Að fundi loknum um kl. 15:30 var stjórn HfSu viðstödd háskólahátíð í Tryggvaskála þar sem fagnað var með þeim kandídötum sem voru að ljúka háskólaprófi og notið hafa þjónustu Háskólafélagsins á námstímanum. Margrét Birgitta Davíðsdóttir flutti ávarp fyrir hönd brottfarenda og lagði hún sérstaka áherslu á gildi námssamfélagsins í Fjölheimum. Þá flutti fulltrúi Háskóla Íslands, Oddný Sturludóttir aðjúnkt á menntavísindasviði, ávarp í tilefni þess að fjórir brottfarendanna voru að ljúka diplómaprófi í hagnýtum leikskólafræðum eftir tveggja ára nám með vinnu. Þessir nemendur eru brautryðjendur því að þeir eru þeir fyrstu sem ljúka þessu námi við Háskóla Íslands. Jafnframt færði Oddný Háskólafélaginu viðurkenningarskjal fyrir samstarfið um þetta verkefni.