Fundargerðir

79. fundur

  1. fundur Háskólafélags Suðurlands, fjarfundur haldinn þann 14.01.2021.

Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson    Einnig sátu fundinn; Guðlaug Svansdóttir, Hrafnkell Guðnason, Ingunn Jónsdóttir og Sigurður Sigursveinsson starfsmenn félagsins.

 

  1. Fundargerð 78. fundar hafði verið send stjórnarmönnum og var hún samþykkt.
  2. Farið var yfir rekstrarstöðu félagsins, sem er í jafnvægi. Nokkur óvissa er aftur á móti um rekstrarforsendur á nýbyrjuðu ári og mikilvægt að þær liggi fyrir sem fyrst.
  3. Rætt um nýsköpunar –og frumkvöðlasetur, tilhögun og stefnu.
  4. Reifaðar hugmyndir um formlegan samstarfssamning Háskólafélagsins við Kötlusetur og Kirkjubæjarstofu, t.d um prófaþjónustu, tilfallandi fundi og vinnuaðstöðu.

 

Tími næsta fundar ekki ákveðinn en vonir standa til að hægt verði að halda hann í Fjölheimum