80. fundur Háskólafélags Suðurlands, fjarfundur haldinn þann 30.04.2021 kl. 12-12:30.
Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn: Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Dagný Magnúsdóttir og Olga Lísa Garðarsdóttir boðuðu forföll. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri fundinn. Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð
- Fundargerð 79. fundar hafði verið send stjórnarmönnum og var hún samþykkt.
- Eitt mál var á dagskrá fundarins; Sigurður Sigursveinsson, sem hefur átt langan og afar farsælan feril með HfSu, hefur nú sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri félagsins lausu frá og með 1. maí 2021. Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir en í uppsagnarbréfi Sigurðar kom fram að starfslok væru sveigjanleg af hans hálfu með tilliti til þess sem hentaði varðandi ráðningu nýs framkvæmdastjóra.
Ákveðið að leita til ráðningarstofu um ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra og var formanni stjórnar, Sveini Aðalsteinssyni, varaformanni, Kristínu Hermannsdóttur og ritara, Helgu Þorbergsdóttur falið að undirbúa það ferli í samvinnu við aðra stjórnarmenn.
Næsti stjórnarfundur hefur verið boðaður 12. maí nk.