Skip to content Skip to footer

81. fundur

81. fundur Háskólafélags Suðurlands haldinn í Fjölheimum á Selfossi 12. maí 2021 kl. 13-15

Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn: Helga Þorbergsdóttir (í fjarfundi), Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Dagný Magnúsdóttir boðaði forföll. Einnig sátu fundinn starfsmennirnir  Hrafnkell Guðnason, Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Magnús St. Magnússon og Sigurður Sigursveinsson. Helga og Sigurður rituðu fundargerð.

  1. Auðunn Guðjónsson og Arnar Leó Guðnason kynntu drög að ársreikningi félagsins 2020. Lítils háttar halli varð á rekstri félagsins, um 1,6 mkr, rekstrartekjur voru um 92,4 mkr en rekstrargjöld um 94,5 mkr. Eiginfjárstaðan er sterk eða um 40 mkr. Stjórn og framkvæmdastjóri staðfestu ársreikninginn með undirritun, auk Auðuns Guðjónssonar endurskoðanda.  Eins og áður var áritun endurskoðanda án athugasemda.
  2. Áður samþykktar fundargerðir 78. og 79. fundar voru staðfestar með undirritun. Einnig var fundargerð 80. fundar samþykkt og undirrituð.
  3. Rætt um drög að auglýsingu eftir framkvæmdarstjóra. Eftir umræður voru gerðar minni háttar breytingar á drögunum. Formaður mun leita eftir tilboðum frá 2-3 ráðningarstofum og stefnt er að auglýsingin birtist eigi síðar en laugardaginn 22. maí með rúmlega tveggja vikna umsóknarfresti. Formaður verður í sambandi við stjórn í næstu viku um framgang málsins.
  4. Tillaga stjórnar til aðalfundar varðandi stjórnarsetu. Dagný Magnúsdóttir gefur ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu. Formanni falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
  5. Samstarf við miðsvæðið. Framkvæmdastjóri fylgdi úr hlaði tillögum um samninga við Kirkjubæjarstofu og Kötlusetur varðandi prófaþjónustu og fleira. Einnig drög að samstarfsyfirlýsingu milli Háskólafélagsins, Skógasafns, Kötluseturs og Kirkjubæjarstofu um þekkingarnetið Kötlu. Stjórnin samþykkti að framkvæmdastjóri leitaði eftir viðbrögðum þessara samnings- og samstarfsaðila við þessum hugmyndum.
  6. Önnur mál
    • Minnt á aðalfund félagsins miðvikudaginn 19. maí kl. 13 en hann verður haldinn í fjarfundi.
    • Næsti fundur fyrirhugaður í Vík mánudaginn 14. júní.

Fleira ekki og fundi slitið laust fyrir kl. 15.