Fréttir

85. fundur stjórnar

85. fundur stjórnar Háskólafélagsins var haldinn á dögunum, sem jafnframt var fyrsti staðfundur með nýjum stjórnarmeðlimi, Sigurði H. Markússyni og nýjum framkvæmdastjóra, Ingunni Jónsdóttur. Á fundinum voru rædd verkefni vetrarins, auk þess sem gott hugarflug um framtíðina átti sér stað. Það er ljóst að Háskólafélagið á mikið inni og aðstandendur þess nær og fjær eru spenntir fyrir komandi tímum.