Fundargerðir

85. fundur

85. fundur Háskólafélags Suðurlands, haldinn þann 13.10.2021 í Fjölheimum

Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn:

Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir,  Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður H Markússon, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Einnig sat  Ingunn Jónsdóttir nýráðin framkvæmdastjóri félagsins fundinn. Starfsmenn HfSu sátu fundinn frá og með 3. lið.

Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.

  1. Fundargerðir 82. 83. og 84. funda höfðu verið sendar fundarmönnum, þær samþykktar og voru undirritaðar.
  2. Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri félagsins gerði grein fyrir starfsmannamálum og verkefnum starfsmanna veturinn 2021-2022. Einn starfsmaður hefur óskað eftir endurskoðun á launum vegna aukinnar menntunar og reynslu sem starfsmaðurinn hefur aflað sér. Framkvæmdastjóri hefur lýst sig vanhæfa til að afgreiða erindið vegna fjölskyldutengsla. Sveini formanni stjórnar er falið að ganga frá launabreytingum við starfsmann í samræmi við aukna menntun viðkomandi og launastefnu félagsins. Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri vék af fundi meðan málefni starfsmannsins voru rædd.
  3. Verkefnin framundan.

Starfsmenn Háskólafélagsins sátu fundinn undir þessum lið.

  1. Fyrir liggur að endurnýja þarf samning við SASS vegna ráðgjafar á þeirra vegum. Stefnt að því að ljúka gerð samnings á næstu dögum.
  2. Fengist hefur styrkur frá Lóu frumkvöðlasetri til að þjálfa leiðara til þess að halda utanum frumkvöðlaprógramm og mun það verkefni hefjast fljótlega.
  3. Ákveðið hefur verið að standa fyrir „degi atvinnulífsins“ í samstarfi við Árborg og tengda aðila og eiga samtal við fyrirtæki og atvinnurekendur á svæðinu um m.a. nýsköpun og frumkvöðlastarf.
  4. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir AOTM (Adults on the Move) sem er E+ verkefni HfSu og FabLab Selfoss í samstarfi við norska, gríska og tyrkneska aðila. Verkefnið fjallar um aukna þjálfun ungs fólks (í atvinnuleit) í stafrænni færni. Innlent samstarf er við Birtu starfsendurhæfingu og Vinnumálastofnun.
  5. Til stendur að kanna áhuga nemenda Fjölbrautarskóla Suðurlands og Menntaskólans á Laugarvatni á fjarháskólanámi og skoða í því samhengi hvort Háskólafélagið geti komið enn betur að því að mynda fjarháskólahópa á Suðurlandi. Fyrsti hluti könnunarinnar verður sendur út í nóv/des 2021.
  6. Frjóar umræður urðu um framtíðarhlutverk HfSu í háskólastarfi á Suðurlandi, möguleika og fýsileika á þróun þess í fjórðungnum í víðu samhengi. Rætt um sérstöðu Suðurlands og styrkleika s.s. náttúru, atvinnulíf og háskólastofnanir sem staðsettar eru í landshlutanum og tengst gætu háskólanámi og kennslu. Stjórn og starfsfólk Háskólafélagsins er sammála um að tímabært sé að blása til sóknar á þessu sviði. Gott skref í þeirri sókn er formleg hugmyndavinna og fýsileikakönnun.