90. fundur Háskólafélags Suðurlands haldinn þann 02.02.2023 í Fjölheimum.
Mættir: Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson.
Helga Þorbergsdóttir, Hugrún Harpa Reynisdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir og Sæunn Stefánsdóttir voru á fjarfundi, Sigurður Markússon boðaði forföll.
Einnig sat fundinn Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri félagsins.
Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð
1. Katla jarðvangur/Geopark
Sigurður Sigursveinsson fulltrúi Háskólafélagsins í stjórn Kötlu jarðvangs gerði grein fyrir viðkvæmri stöðu jarðvangsins vegna rekstrarerfiðleika.
Stjórn Háskólafélagsins telur mikil verðmæti felast í vottun Unesco og starfsemi jarðvangsins og telur nauðsynlegt að leggja vinnu í að finna raunhæfan grundvöll fyrir áframhaldandi starfsemi og eflingu Kötlu jarðvangs. Háskólafélag Suðurlands vill hafa forgöngu um að koma á samstarfi þeirra aðila sem standa að Kötlu jarðvangi svo það megi verða.
2. Endurskoðun á samningi SASS við HfSu
Nýr samningur er í mótun, samkvæmt þeim drögum sem fyrir liggja minnkar umfang atvinnuráðgjafar á vegum Háskólafélagsins. Sem stendur gegnir framkvæmdastjóri félagsins stöðu byggðaþróunarfulltrúa. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að og ganga frá samningi við SASS.
Rætt um nýsköpunarverkefni í héraði og aðkomu HfSu að þeim.
3. Starfsmannamál
Starfsmönnum Háskólafélagsins hefur fækkað og ekki verður ráðið að fullu í þá stöðu sem losnað hefur fyrr en fyrir liggur hvernig samningurinn við SASS verður enda hefur hann fjárhagsleg áhrif á félagið.
4. Önnur mál
Rætt um fjárhagslega stöðu félagsins og hvernig unnið verður í samræmi við hana. Framkvæmdastjóri mun útfæra þann þátt. Einnig var rætt um húsnæði Fjölheima og framtíðarsýn þar að lútandi.
Fundi slitið.