- fundur Háskólafélags Suðurlands haldinn þann 30.maí í Fjölheimum.
Mættir: Sigurður Þór Sigurðsson, Sveinn Aðalsteinsson og Sigurður H Markússon.
Helga Þorbergsdóttir, Hugrún Harpa Reynisdóttir og Sæunn Stefánsdóttir voru á fjarfundi, Olga Lísa Garðarsdóttir boðaði forföll.
Einnig sat fundinn Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri félagsins.
Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð
- Ársreikningur 2022
Auðunn Guðjónsson endurskoðandi á vegum KPMG kynnti drög að ársreikningi félagsins hann ræddur og samþykktur. Í framhaldi fengu stjórnarmenn tilkynningu um rafræna undirritun sem staðfesti samþykki þeirra. Jafnframt var ákveðið að semja við KPMG um áframhaldandi endurskoðun auk þess að taka að sér bókhaldsumsjón.
- Samningur við SASS um Byggðarþróunarfulltrúa
Rætt um nýjan/breyttan samning við SASS um byggðaþróunarfulltrúa. Sá samningur er í ferli og er gert ráð fyrir að hann taki við af gildandi samningi um mánaðarmótin júní/júlí. Samningurinn er töluvert minni en núverandi samningur og hefur áhrif á starfsmannahald félagsins.
- Beiðni um sameiningarviðræður Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets á Suðurlandi
Drög að bréfi til Fræðslunetsins, þar sem óskað er eftir viðræðum við stjórn þess um mögulega sameiningu Fræðslunetsins og Háskólafélagsins lögð fram og rædd. Drögin samþykkt og Sveini Aðalsteinssyni formanni félagsins falið að fylgja bréfinu úr hlaði.
- Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands
Ákveðið að halda aðalfund félagsins þann 7. júní næst komandi kl 11 í Fjölheimum. Fundurinn verður blanda af staðfundi og fjarfundi enda hefur það skilað mikilli mætingu undanfarin ár. Fundurinn verður hefðbundinn samkvæmt samþykktum félagsins.
- Önnur mál
Engin önnur mál rædd og fundi slitið.