Fréttir

Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands

Annar aðalfundur Háskólafélags Suðurlands verður haldinn í Glaðheimum á Selfossi föstudaginn 14. maí 2010.  Fundurinn hefst kl. 15:30 og er dagskráin sem hér segir:

1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu ári.

2. Ársreikningar fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda.

3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap og um arð og framlög í varasjóð.

4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu.

5. Breytingar á samþykktum.

6. Kjör stjórnar og endurskoðanda.

7. Lok átaksverkefnis og framtíðarlíf

8. Önnur mál.