Fimmtudaginn 14. janúar kl. 11-14 verður hægt að fylgjast með kynningu á svokölluðum yfirfærsluverkefnum í Leonardó í fjarfundabúnaði í Glaðheimum – allir velkomnir.
Leonardó áætlunin er starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins en Ísland á fulla aðild að menntaáætlunum þess.
Yfirfærsluverkefni (Transfer of Innovation) eru langstærsti verkefnaflokkur Leonardó verkefna. Styrkjum til yfirfærsluverkefna er stýrt beint frá heimalandi og árið 2010 hefur Ísland um 750 þúsund evrur til úthlutunar til yfirfærsluverkefna.
Markmið yfirfærsluverkefna er að stuðla að yfirfærslu og nýtingu á niðurstöðum og aðferðum sem hafa verið þróaðar í öðrum verkefnum á sviði starfsmenntunar. Yfirfærsluverkefni veita tækifæri til að aðlaga og yfirfæra niðurstöður og aðferðir sem hafa verið þróaðar í öðrum verkefnum með það að markmiði að þær niðurstöður nýtist nýjum markhópum og starfsgreinum í fleiri löndum.
Verkefni sem verða styrkt eiga að miða að því að yfirfæra færni, reynslu og þekkingu milli einstakra markhópa, starfsgreina og Evrópulanda. Dæmi um viðfangsefni geta verið innleiðing nýrra kennsluaðferða, yfirfærsla aðferða í vinnustaðaþjálfun milli starfsgreina, innleiðing nýrra aðferða við mat á færni; aðlögun námsefnis að nýjum markhópum.
Lengd verkefna: Hámark 2 ár
Stuðningur getur numið allt að 75% prósent af samþykktum kostnaði
Styrkur: Hámarksstyrkur er 150 þúsund evrur á ári á verkefni.
Lágmarksfjöldi þátttökulanda eru 3 lönd, þar af að minnsta kosti eitt Evrópusambandsland.
Umsóknafrestur mannaskiptaverkefna er 5. febrúar
Umsóknafrestur samstarfsverkefna er 19. febrúar
Umsóknafrestur yfirfærsluverkefna er 26. febrúar
Nánari upplýsingar á leonardo.is