Laust er til umsóknar starf sem er samvinnuverkefni Háskólafélags Suðurlands og Matís. Starfsmaðurinn mun sinna jöfnum höndum verkefnum tengdum Matarsmiðju Matís á Flúðum og uppbyggingu menntamála á þessu sviði á Suðurlandi.
Matarsmiðjan á Flúðum var opnuð formlega 12. maí 2011 og er smiðjan samvinnuverkefni sveitarfélaganna fjögurra í uppsveitum Árnessýslu, Matís, Háskóla Íslands og Háskólafélags Suðurlands. Auk þess hefur Vaxtarsamningur Suðurlands stutt við bakið á verkefninu. Nánari upplýsingar um þetta lausa starf má finna hér , en umsóknarfrestur er til og með 4. nóvember 2012.