Þann 23. ágúst sl. var ársfundur Samtaka þekkingarsetra haldinn í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði. Í samtökunum eru auk Háskólafélags Suðurlands, Nýheimar þekkingarsetur, Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Textílmiðstöð Íslands, Þekkingarsetur Suðurnesja, Austurbrú og Þekkingarnet Þingeyinga. Fundurinn var hinn skemmtilegasti og höfðinglegar móttökur í Sandgerði toppuðu ferðina.
Samkvæmt samþykktum eru stjórnarskipti á ársfresti. Stjórnarformaður heldur áfram í stjórn, en sem meðstjórnandi og verður því fráfarandi formaður Guðrún Á. Jónsdóttir áfram í stjórn. Auk hennar eru nýir fulltrúar í stjórn þau Ingunn Jónsdóttir frá Háskólafélagi Suðurlands og Hörður Baldvinsson frá Þekkingarsetri Vestmannaeyja og tók Ingunn jafnframt að sér stjórnarformennsku.
Næsti ársfundur verður hjá Háskólafélagi Suðurlands á Selfossi 29. – 30. ágúst 2023. Fyrirkomulag ársfundar verður með breyttu sniði þar sem hugmyndin er að samtökin fundi annan daginn en að haldið verði málþing með kynningum á starfsemi þekkingarsetranna, hinn daginn.