Ársreikningur Háskólafélags Suðurlands fyrir árið 2012 var samþykktur og áritaður á stjórnarfundi 14. maí 2013 (sjá hér). Rekstrartap ársins var um 8,2 mkr borið saman við 6.7 mkr tap 2011. 2008 og 2009 var hagnaður af starfi félagsins sem nam samtals 7,5 mkr, en undanfarin þrjú ár hefur verið samtals 20,4 mkr tap á félaginu, og hefur því gengið á eigið fé félagsins um 13,7 mkr undanfarin fimm ár. Eigið fé félagsins nemur nú 56.7 mkr.
Aðalfundur félagsins 2013 var haldinn á Flúðum 6. júní 2013. Þar var m.a. kynnt skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra um starf liðins árs. Fundargerð aðalfundarins má sjá hér.