Skyrslur

Ársreikningur 2019 og aðalfundur 2020

Fundargerð 12. aðalfundar Háskólafélags Suðurlands ehf miðvikudaginn 26. maí 2019 kl. 10:30 í fjarfundi.

Sigurður Sigursveinsson bauð fjarfundarmenn velkomna. Áður en kom að eiginlegum aðalfundarstörfum flutti dr. Anna Guðrún Eðvardsdóttir erindi: Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun. Að því loknu setti Sveinn Aðalsteinsson formaður stjórnar félagsins fund og gerði grein fyrir lögmæti fundarins, en fulltrúar 97% hlutafjár voru mættir á fundinn og fundurinn því löglegur.
Sveinn bar fram tilllögu stjórnar um að hann gegndi starfi fundarstjóra á aðalfundinum og að Sigurður Sigursveinsson ritaði fundargerð. Samþykkt samhljóða og gengið var til dagskrár.
1. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra um starfsemina á liðnu ári. Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri félagsins fylgdi skýrslunni úr hlaði.
2. Ársreikningur 2019, ásamt skýrslu endurskoðanda. Framkvæmdastjóri fór yfir niðurstöður ársreikningsins. Hagnaður ársins nam um 8,2 millj.kr. og skýrist hann fyrst og fremst af 7,8 mkr viðbótarfjárveitingu frá ríkinu í desember sl. Handbært fé í lok ársins var um 41,4 millj.kr.
Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.
3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap og um arð og framlög í varasjóð. Ekki var gerð tillaga um arðgreiðslu en félagið mun ekki greiða tekjuskatt á árinu 2020 vegna yfirfæranlegs taps fyrri ára.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir störf þeirra. Samþykkt tillaga sem byggir á samþykkt aðalfundar SASS 24.- 25. október 2019 þ.e. 3% þingfararkaups fyrir hvern fund en 4 % til formanns.
5. Breytingar á samþykktum. Engar tillögur um breytingar á samþykktum
6. Kjör stjórnar og endurskoðanda. Allir núverandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, þ.e. þau Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Þá var gerð tillaga um óbreytta varastjórn: Eyþór Ólafsson, Örnu Ír Gunnarsdóttur, Helga Kjartansson, Evu Björk Harðardóttur, Lilju Einarsdóttur, Ágúst Sigurðsson og Einar Bjarnason. Þessar tillögur voru báðar samþykktar samhljóða. Þá var samþykkt samhljóða að kjósa Auðun Guðjónsson hjá KPMG áfram sem endurskoðanda félagsins.
7. Önnur mál. Sigurður framkvæmdastjóri þakkaði ánægjulegt samstarf við stjórn, starfsmenn og eigendur á árinu og Eydís Þ. Indriðadóttir þakkaði fyrir jákvæð áhrif félagins á samfélagið. Sveinn sleit síðan fundi kl. 11:59.
Á aðalfundinn mættu fulltrúar Ásahrepps, Bláskógabyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðisbæjar, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Skaftárhrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Sveitarfélagsins Árborgar, Sveitarfélagsins Ölfus, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og SASS. Einnig sátu fundinn stjórnarmennirnir Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Einnig starfsmennirnir Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir og Sigurður Sigursveinsson.