Atvinnubrú
Fólk og auðlindir samfélagsinsVerkefnið atvinnubrú snýr að því að efla og styrkja háskólasamfélagið á Suðurlandi með því að skapa vettvang fyrir samstarf milli háskólanemenda, atvinnurekenda og samfélagsins á Suðurlandi.
Tilgangurinn með þessum vettvangi er að auka samtal milli nemenda og atvinnurekenda og styðja við og opna fyrir tækifæri til vaxtar.
Með því skapast tækifæri til þess að styrkja starfsemi atvinnulífs og fjölbreytni í sunnlensku samfélagi. Horft er til samstarfs þvert á greinar og er lögð sérstök áhersla á stuðning við háskólanemendur með rannsóknarverkefni og/eða í leit að rannsóknarefni með sunnlenska skírskotun.
Með auknu samtali og samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu gefst háskólanemendum tækifæri á að sinna námi og/eða rannsóknum með leiðbeinanda og öðlast dýrmæta reynslu úr atvinnulífinu samhliða námi auk tengslanets til framtíðar. Forsvarsmenn fyrirtækja gefst þá einnig kostur á að kynna starfsemi fyrirtækja og/eða stofnana á svæðinu og opna fyrir tækifæri til aukinna umsvifa og sterkari virðiskeðju. Samlegðaráhrif eru umtalsverð enda ljóst að með þessu verður greiðari aðgangur að framtíðar mannauði og ný þekking og fræði úr háskólasamfélaginu skilar sér inn í atvinnulífið.
Háskólafélag Suðurlands stýrir verkefninu sem jafnframt nýtur stuðnings Sóknaráætlunar Suðurlands sem eitt af áhersluverkefnum SASS.
Hvernig virkar atvinnubrúin?
Nánari upplýsingar
Öll sem hafa áhuga á því að styðja við sunnlenskt háskólasamfélag. Þar með talið eru einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök. Þátttaka felst í því að veita upplýsingar, styðja við verkefni í formi þekkingar og reynslu, veita tækifæri og skapa vettvang fyrir nemendur og/eða fyrirtæki sem hafa sunnlenska tengingu, til að vaxa og dafna.
Öll sem skrá sig hefja vegferð sína án skuldbindingar og gefa einungis af sér þann tíma sem er rými fyrir í þeirra dagskrá. Í einhverjum tilfellumþarf að undirrita samninga er varða starfsþjálfun eða vinnuframlag og er það þá skuldbining milli nemenda, háskóla og fyrirtækis/stofnunar. Önnur verkefni flæða eftir atvikum og framlagi þeirra sem ná saman.
Það er alfarið í þínum höndum að ákveða hversu lengi þú vilt vera þátttakandi í verkefninu. Öll sem eru á lista geta átt von á því að vera pöruð saman við ólíka einstaklinga en það fer eftir framboði og eftirspurn.
Þátttaka er ókeypis og lagt er upp með að ekki þurfi að greiða fyrir þátttöku í verkefninu.
Þú getur skráð þig með því að smella á skráningarform hér að ofan.
Það má líka senda tölvupóst á helga@hfsu.is fyrir nánari upplýsingar og skráningu.