Á 6. ráðstefnu UNESCO um jarðvanga í Stonehammer Geopark í Saint Johh, New Brunswick í Kanada 19. – 22. september 2014 bættist enn í hóp vottaðra jarðvanga í heiminum.
Alls telur Global Geoparks Network (GGN) 111 jarðvanga í 32 löndum, sjá hér . Á fundinum var samþykkt svokölluð Stonehammer yfirlýsing, en auk þess var gengið formlega frá stofnun Global Geoparks Network sem lögaðila en það er forsenda fyrir því að um verði að ræða sérstakt viðfangsefni hjá UNESCO. Þá var samþykkt 1000 evra árgjald jarðvanga hjá GGN og af því renna 1000 dollarar til UNESCO. Tæplega 500 manns sóttu ráðstefnuna sem þótti takast mjög vel.
Loks var ákveðið á ráðstefnunni að næsta ráðstefna UNESCO um jarðvanga yrði haldin í English Riviera Global Geopark á suðvesturströnd Englands í september 2016. Næsta ráðstefna evrópsku jarðvangssamtakanna, European Geoparks Network, verður á vegum Rokua Geopark í Oulu í Finnlandi 3.-6. september 2015.
Katla Geopark er eini íslenski jarðvangurinn í GGN, Reykjanes Geopark er í umsóknarferli og auk þess er kominn á laggirnar Saga Geopark Project í uppsveitum Borgarfjarðar.