Verkefnið um Geo education (jarðmenntun) er í fullum gangi. Lögð hafa verið drög að þeirri aðferðafræði sem kynnt verður í lokaskýrslu verkefnisins sem birt verður í haust. Í stað þess að stefna að einum ramma fyrir slíka aðferðafræði mun hvert þátttökuland (Ísland, Króatía, Portúgal og Pólland) lýsa nokkrum verkefnum í þessu sambandi og setja þau fram með samræmdum hætti.
Að þessu sinni var króatíski samstarfsaðilnn sóttur heim, LAG Barun Trenk. Jafnframt kynntumst við Papuk jarðvanginum (Papuk Geopark) en hann er aðili að European and Global Geoparks Network eins og Katla jarðvangur og Reykjanes jarðvangur.