Föstudaginn 5. febrúar kl. 13-15 verður hægt að taka þátt í námskeiði um gerð umsókna í tveimur umsóknarflokkum evrópsku menntaáætlanarinnar, þ.e. Comenius (skólaverkefni) og Grundtvig (fullorðinsfræðsluverkefni) í Glaðheimum, Tryggvagötu 36, Selfossi. Fjarfundarbúnaður Háskólafélagsins er notaður í þessu sambandi, þ.e. fólk getur komið og fylgst með í Glaðheimum í stað þess að gera sér ferð til Reykjavíkur.
Tilvalið tækifæri fyrir Sunnlendinga til að hasla sér völl í evrópskum samstarfsverkefnum.
Nánari upplýsingar hér